Stuðlaðu að hamingju á vinnustaðnum með Wolt for Work

Stuðlaðu að góðu starfsumhverfi með því að bjóða starfsfólki upp á matarstyrk og margt fleira - fyrir hvaða tilefni og kostnaðaráætlun sem er. Hvort sem unnið er á skrifstofunni eða heimafrá.

Byrja

Ertu viðskiptavinur nú þegar? Skráðu þig inn

Einn vettvangur fyrir allar þarfir fyrirtækisins

 • Matur sem starfsfólkið mun elska

  Haltu starfsfólki ánægðu, fullu af orku og tilbúnu í daginn með miklu úrvali veitingastaða hjá Wolt - afhent á u.þ.b. hálftíma og hægt að rekja stöðu sendinga í rauntíma. Eitthvað fyrir alla óháð smekk og mataræði, hvort sem unnið er á skrifstofunni eða heimanfrá.

 • Fylltu á skrifstofu birgðirnar

  Fáðu allt sem þú þarft fyrir góðan vinnudag með því að nýta það mikla úrval smásölu- og matvöruverslana sem Wolt hefur upp á að bjóða. Pantaðu ferskar matvörur, birgðir á skrifstofuna, blóm, gjafakörfur og margt fleira. Allt á einum stað, á einum mánaðarlegum reikningi.

 • Sýndu þakklæti með gjafakortum

  Sýndu starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum þakklæti með Wolt gjafakortum sem þeir geta nýtt í allt það sem Wolt hefur upp á að bjóða. Frábært fyrir afmælisdaga, starfsafmæli eða til að viðurkenna vel unnin störf.

 • Sparaðu tíma í vinnslu reikninga

  Wolt for Work einfaldar reikningagerð og sparar allt að 70% af tímanum sem fer í vinnslu reikninga á mánuði. Með okkar lausn getur bókhaldsteymið og starfsfólk einbeitt sér að mikilvægum verkefnum í stað þess að vinna í reikningum og innheimtu.

 • Stýrðu útgjöldum með stjórnargáttinni

  Á stjórnargátt Wolt for Work geturðu sent boð til teyma, haft yfirlit yfir pantanir og útgjöld. Einnig er hægt að setja á reglur, búa til hópa og viðburði. Wolt for Work veitir þér fullkomna yfirsýn og stjórn á þinni kostnaðaráætlun.

Wolt for Work stuðlar að ánægju innan fyrirtækisins

Mannauðsstjórnendur

Stuðlaðu að betra starfsumhverfi og bættri þáttöku starfsfólks með sveigjanlegum matarstyrk sem hentar öllum tegundum vinnustaða og kostnaðaráætlana.

Skrifstofustjórar

Segðu bless við utanumhald um marga birgja - einfaldaðu hlutina með Wolt for Work. Ein lausn fyrir mat, birgðir á skrifstofuna, matvöru og margt fleira!

Bókhaldsteymi

Allar pantanir fara á einn mánaðarlegan reikning. Viðskiptavinir Wolt for Work spara allt að 70% af tímanum sem fer í vinnslu og innheimtu reikninga í hverjum mánuði.

Innkaupadeild

Wolt for Work veitir þér aðgang að hundruðum veitingastaða og verslana á einum stað með yfirsýn yfir útgjöld í rauntíma.

Hvernig virkar þetta?

 1. Búðu til fyrirtækjareikning og settu á reglur út frá þörfum og kostnaðaráætlun fyrirtækisins.

 2. Sendu boð til starfsfólks.

 3. Eftir að starfsfólk samþykkir boðið getur það pantað með Wolt appinu.

 4. Þú færð mánaðarlegan reikning sem inniheldur alla notkun til að auðvelda úrvinnslu.

 • Skráðu þig núna

  Færri en 50 starfsmenn í þínu fyrirtæki? Stuðlaðu að góðum starfsanda núna með einfaldri skráningu og innleiðingu.

 • Sérsniðin áætlun

  Fleiri en 50 starfsmenn í þínu fyrirtæki? Fylltu út upplýsingar um fyrirtækið þitt og einhver úr teyminu okkar hefur samband til að koma þér af stað.

Sveigjanlegir möguleikar á uppsetningu

Hægt er að sérsníða Wolt for Work eftir þínum þörfum. Stýrðu öllum þáttum pantana - frá tegund matvöru til tíma dags, staðsetningar og kostnaðaráætlunar. Styddu við starfsfólk með mat á löngum vinnudögum á skrifstofunni eða heimanfrá og gerðu starfsfólki kleift að nota Wolt fyrir vinnuviðburði eða til að panta birgðir á skrifstofuna.

Panta saman

Borðið saman og styrkið starfsandann. Starfsmenn geta notað "panta saman" eiginleikann til að bjóða samstarfsmönnum sínum og fengið matinn afhentan á sama tíma - allt með einu afhendingargjaldi. Að panta saman eflir liðsandann og minnkar kolefnisfótspor.

Miklu meira en bara veitingastaðir

Wolt for Work er vettvangur til að panta gómsætan mat, ferska matvöru og allar nauðsynlegar birgðir á skrifstofuna. Einfalt í notkun og allt á einum mánaðarlegum reikningi. Allt frá gjöfum og blómum til ferskra ávaxta og lyfjavara.

Viðskiptavinir okkar elska Wolt for Work

Við hjá Hopp erum rosalega ánægð með Wolt for Work! Starfsfólkið er himinlifandi yfir úrvalinu og hraða heimsendinganna, viðbragðstíma þjónustuversins og svo skemmir ekki fyrir að þetta minnkar matarsóun. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun og að fá eina kvittun í lok mánaðars flýtir fyrir í bókhaldinu okkar.

Wolt er lykillinn að orku á vinnustaðnum, sérstaklega á lengri dögum í yfirvinnu. Wolt býður upp á mikið úrval rétta og afhendingin er alltaf á réttum tíma. Sendlarnir eru vingjarnlegir og leggja upp úr góðri upplifun viðskiptavina. Wolt er æði.

KPMG Estonia

Wolt kemur sér vel til að sjá um veitingarnar á vinnustaðnum. Við þurfum ekki lengur að eyða tíma í að sækja skyndibita hingað og þangað. Þjónustan er hröð og einföld í notkun.

Við höfum notað Wolt í hádeginu fyrir teymið í Helsinki í mörg ár. Með nýja hóppöntunar eiginleikanum getum við pantað mat fyrir alla, fengið afhent í einni sendingu á skrifstofuna og notið hádegismatarins saman.

Við veljum samstarfsaðila í samræmi við gæði og úrval rétta sem hægt er að velja úr. Við skoðuðum hve einföld þjónustan væri í notkun bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Eftir að hafa skoðað markaðinn og verið í samskiptum við aðra aðila var Wolt augljósasti valkosturinnn. Einnig vegna þess að flest starfsfólk nýtti sér nú þegar og þekkti appið.

Wolt for Work er hagnýt þjónusta fyrir mig sem skrifstofustjóra. Það gerir mér kleift að panta ferskt snarl og heita rétti beint á skrifstofuna fyrir starfsfólkið á skömmum tíma. Ég get sérsniðið stýringar og útgjöld fyrirtækisins hvar og hvenær sem er. Wolt býður upp á mikið úrval af stöðum til að panta frá og afhendingin er hröð.

Um tíma vorum við að leita að þjónustu sem er notendavæn, auðveld í notkun fyrir stjórnendur og með mikinn ávinning fyrir líf starfsfólks. Wolt for Work tikkar í öll boxin, meira að segja er fjármáladeildin ánægð :)

Okkar reynsla af Wolt for Work hefur verið afar jákvæð. Þjónustan hefur bætt verðmæti innan fyrirtækisins á nokkra vegu. Hún hefur bætt þægindi og líðan starfsmanna til muna með því að bjóða upp á einfalda lausn fyrir afhendingu á máltíðum og matvöru. Notendavænt app og hröð afhending hefur einfaldað skipulag í innkaupum sem hefur leitt af sér tímasparnað hjá starfsmönnum.

Lausnir fyrir öll fyrirtæki

 • Laðaðu að og haltu besta fólkinu

  Ánægðir starfsmenn eru 87% ólíklegri til að hætta í starfi. Haltu öllu teyminum ánægðu og virku með máltíðum sem henta þeirra smekk og stuðlar að heilbrigðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

 • Veitingar fyrir viðburði og fundi

  Wolt for Work fyrir vinnuviðburði gerir fyrirtækjum kleift að skipuleggja viðburði hvort sem þeir eru haldnir á staðnum eða á netinu á einfaldan hátt. Þú setur einfaldlega upp kostnaðaráætlun fyrir hvern þátttakanda, gefur þeim frelsi til að velja það sem þeir vilja og greiðir aðeins fyrir það sem er pantað. Engum pening né mat sóað.

 • Styður við blandaða- og fjarvinnu

  Sama hvernig vinnuumhverfið er, er Wolt for Work þinn staður fyrir matarstyrk. Settu á reglur sem styðja starfsmenn sem vinna heimanfrá, á skrifstofunni eða eru á ferðinni.

Það er auðvelt að byrja

Skráðu þig í Wolt for Work á nokkrum mínútum. Auktu starfsánægju núna.

Allt um Wolt for Work!

Heimsklassa þjónusta

Starfsfólkið þitt hefur aðgang að íslenskri þjónustu með 53 sekúnda meðalviðbragðstíma. Þú færð úthlutaðan viðskiptastjóra sem sér til þess að þú fáir sem mest út úr þjónustunni.

Hraðar, rekjanlegar afhendingar

Allar afhendingar frá Wolt for Work eru rekjanlegar og koma á u.þ.b. 30 mínútur svo að starfsmenn geti einbeitt sér að sínum störfum.

Skuldbundin sjálfbærni

Markmið Wolt er að gera borgir að betri stöðum. Þess vegna erum við meðvituð um áhrif okkar á samfélagið og umhverfið - við tökum þýðingarmikil skref með samstarfsaðilum okkar.

Skuldbundin gagnaöryggi

Við erum skuldbundin því að halda gögnum viðskiptavina öruggum. Lestu allt um gagnaöryggi og samræmi við lög og reglugerðir hjá Wolt.

Algengar spurningar

Þarftu fyrir frekari upplýsingar?

Þú getur skilið eftir upplýsingarnar þínar og fulltrúi Wolt mun hafa samband á næstu dögum.