Persónuverndaryfirlýsing Wolt

Við tökum vernd persónuupplýsinga alvarlega. Persónuvernd og upplýsingaöryggi er kjarni Wolt. Persónuverndarstefna þessi lýsir helstu meginreglum og venjum sem við förum eftir til að tryggja að friðhelgi þín sé virt á meðan þú notar þjónustuna okkar.

Wolt Enterprises Oy, staðbundin útibú Wolt og DoorDash Inc. sem tilheyra sömu fyrirtækjasamstæðu („Wolt“ eða „við“) vinna persónuupplýsingar um notendur sem nota Wolt smáforrið („Wolt smáforritið“) til að panta matar- og smásöluþjónustu sem og um notendur annarrar þjónustu frá Wolt og þá sem heimsækja vefsíðuna wolt.com („vefsíða“).

Í persónuverndarstefnu þessari vísar „Wolt þjónustan“ sameiginlega til vefsíðunnar og Wolt smáforritsins sem og annarrar þjónustu sem Wolt veitir notendum. Í þessari persónuverndarstefnu vísar orðið „notandi“ eða „þú“ sameiginlega til viðskiptavina okkar og viðskiptavina annarra fyrirtækja innan sömu samstæðu Wolt, notenda Wolt sendingarþjónustunnar, fulltrúa og annarra viðurkenndra notenda viðskiptavinasamtaka okkar, hugsanlegra viðskiptavina og annarra notenda Wolt þjónustunnar. Persónuverndarstefnan útskýrir m.a. með hvers konar persónuupplýsingar við vinnum, hvernig við vinnum með persónuupplýsingarnar og hvernig þú getur nýtt réttindi þín sem skráður einstaklingur (til dæmis réttinn til andmæla og réttinn til aðgangs).

Um vissa þjónustu sem við veitum getur gilt sérstök persónuverndarstefna. Ef sérstök persónuverndarstefna gildir um tiltekna þjónustu munum við birta hana í tengslum við viðkomandi þjónustu.

Wolt kann að uppfæra persónuverndarstefnu þessa af og til, til þess að endurspegla breytingar á vinnslu okkar á persónuupplýsingum eða aðrar breytingar. Þú getur fundið núverandi útgáfu á vefsíðunni. Við munum ekki gera verulegar breytingar á þessari persónuverndarstefnu eða draga úr rétti notenda samkvæmt stefnunni án þess að tilkynna það sérstaklega.

1. ÁBYRGÐARAÐILAR

Persónuverndarstefna þessi á við um vinnslu persónuupplýsinga á vegum Wolt. Wolt er hluti af DoorDash, Inc., tæknifyrirtæki sem skráð er til heimilis að 303 2nd St, Suite 800, San Francisco, CA 94107, Bandaríkjunum. Við myndum eitt teymi og stundum tökum við sameiginlegar ákvarðanir um vinnslu persónuupplýsinga.

Í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga notenda í neðangreindum löndum, starfa Wolt Enterprises Oy og staðbundin fyrirtæki Wolt samstæðunnar sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar. Þetta þýðir að Wolt Enterprises Oy og viðkomandi fyrirtæki Wolt-samsteypunnar ákveða saman tilganginn og með hvaða hætti persónuupplýsingar eru unnar. Staðbundnir ábyrgðaraðilar hvers lands eru taldir upp hér að neðan:

Wolt Enterprises Iceland ehf., Efstaleiti 5, 103 Reykjavík, Ísland, ef notandinn er staðsettur á Íslandi.

Wolt Enterprises Oy ber ábyrgð á meðhöndlun allra beiðna og spurninga skráðra einstaklinga sem tengjast vinnslu persónuupplýsinga fyrir Wolt samstæðuna fyrir hönd staðbundnu ábyrgðaraðilanna.

Wolt býður jafnframt upp á sendingarþjónustu fyrir önnur fyrirtæki (til dæmis Wolt Drive API og eCommerce integrations). Í þeim tilvikum er Wolt vinnsluaðili þegar kemur að vinnsluaðgerðum sem tengjast því að taka við, vinna úr og ljúka sendingarþjónustunni sem og að upplýsa um og staðfesta sendinguna gagnvart viðkomandi fyrirtæki.

2. TENGILIÐAUPPLÝSINGAR WOLT

Wolt Enterprises Oy

Kennitala: 2646674-9

Heimilisfang: Pohjoinen Rautatiekatu 21, 00100 Helsinki, Finland

Wolt Enterprises Iceland ehf.

Kennitala: 640123-1170

Heimilisfang: Efstaleiti 5, 103 Reykjavík, Ísland

Netfang: support@wolt.com

Persónuverndarfulltrúi: Wolt hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem þú getur náð í með framangreindum tengiliðaupplýsingum eða með því að senda tölvupóst á privacy@wolt.com.

3. VINNSLA OG FLOKKAR PERSÓNUUPPLÝSINGA

Við vinnum persónuupplýsingar aðeins að því marki sem það er nauðsynlegt og viðeigandi í ljósi tilgangs vinnslunnar. Þeim persónuupplýsingum sem safnað er og unnið er með af hálfu Wolt má skipta í tvo almenna flokka: gögn um notendur og gögn um notkun.

Notendagögn

Notendagögn eru persónuupplýsingar sem safnað er beint frá þér eða eftir atvikum frá þeirri viðskiptamannastofnun sem notkun þín á Wolt þjónustunni varðar („viðskiptamannastofnun“). Við söfnum notendagögnum frá notendum og viðskiptamannastofnunum á mismunandi hátt, m.a. eftir gerð þjónustusamnings við viðskiptamannastofnunina eða þegar notendur skrá sig í Wolt þjónustuna, gerast áskrifendur að fréttabréfi eða fylla út eyðublöð á vegum Wolt. Vinsamlegast athugaðu að við söfnum einnig upplýsingum um allar færslur og greiðslur sem þú framkvæmir í gegnum Wolt þjónustuna.

Notendagögn sem eru nauðsynleg til að nota Wolt þjónustuna

Nauðsynlegt er að safna og vinna með eftirfarandi persónuupplýsingar til að hægt sé að efna samninginn milli þín og okkar á sem og vegna lögmætra hagsmuna okkar á meðan við uppfyllum samningsbundnar skuldbindingar okkar gagnvart viðskiptamannastofnunum okkar og til að uppfylla lagalegar skyldur okkar.

Eftir að þjónustusamningur hefur verið gerður á milli okkar og viðskiptamannastofnunarinnar veitir viðskiptamannastofnun okkur upplýsingar um fullt nafn þitt og netfang.

Þegar þú skráir þig í Wolt þjónustuna og býrð til notandareikning þarftu að veita eftirfarandi upplýsingar:

  • fullt nafn

  • símanúmer

  • netfang

  • upplýsingar sem tengjast greiðslumiðlinum þínum, svo sem númer greiðslumiðils og gildistíma (nauðsynlegt til að hægt sé að panta mat og aðrar vörur í gegnum Wolt þjónustuna. Þessar upplýsingar eru þó ekki varðveittar hjá Wolt þar sem Wolt notar þriðja aðila greiðsluþjónustuveitanda til að afgreiða greiðslur)

Notendagögn sem þú veitir okkur af fúsum og frjálsum vilja og á meðan þú notar Wolt þjónustuna

Upplifun notenda eða viðskiptavina getur orðið betri ef þeir veita okkur eftirfarandi upplýsingar:

Viðbótarupplýsingar fyrir notendaaðgang

  • mynd,

  • heimilisfang fyrir afhendingu,

  • staðsetningargögn (ef þú samþykkir vinnslu staðsetningargagna þinna),

  • upplýsingar um bónuskort frá samstarfsaðilum eða um þátttöku í öðru vildarkerfi ef við á í þínu landi,

  • þegar þú pantar vörur með aldurstakmarki; þá aldur, og

  • aðrar upplýsingar sem þú gefur upp annað hvort þegar þú stofnar notendaaðgang eða síðar þegar þú gerir breytingar á notendaaðganginum þínum.

Aðrar upplýsingar. Við kunnum einnig að vinna aðrar upplýsingar sem þú gefur af fúsum og frjálsum vilja eins og:

  • upplýsingar sem tengjast pöntunum þínum frá Wolt eða í gegnum Wolt þjónustuna (til dæmis keyptar vörur, sérstakar leiðbeiningar, dagsetning og tími pöntunar, heildarupphæð pöntunar og önnur pöntunarsaga),

  • upplýsingar sem þú gefur upp þegar þú sendir inn einkunnagjöf, athugasemdir eða svarar könnunum,

  • uppáhalds veitingastaðir eða verslun og aðrar óskir,

  • hvort þú samþykkir að fá markaðspóst, og

  • upplýsingar sem þú gefur upp í síma eða í tölvupósti eða spjallsamskiptum við okkur, þar á meðal upptökur af símtölum þínum við þjónustuver okkar.

Auk notendagagna sem safnað er frá þér og viðskiptamannastofnuninni vinnum við með tilteknar persónuupplýsingar sem þjónustuveitendur sem koma fram sem þriðju aðilar veita um þig. Þegar um er að ræða fyrirtæki í viðskiptum wið Wolt vinnum við t.d. upplýsingar um tengiliði fyrirtækisins til að geta átt í samskiptum við fyrirtækið og vegna markaðssetningar og til þess að við getum sinnt viðskiptasambandinu. Slík gögn eru fyrst og fremst fengin frá opinberum aðilum eins og staðbundnum fyrirtækjaskrám, fyrirtækjum sem veita þessa tegund upplýsingaþjónustu eða fyrirtækjunum sjálfum.

Ef pöntunin þín inniheldur vörur eða þjónustu sem geta veitt upplýsingar um heilsufarsástand eða aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar, þarf Wolt að vinna með þær upplýsingar til þess að geta veitt þér Wolt þjónustuna. Til viðbótar við innihald pöntunarinnar getur þetta einnig falið í sér t.d. gögn um lyfseðla þegar um er að ræða lyfseðilsskyld lyf. Wolt fylgir öllum viðbótarverndarráðstöfunum sem kunna að gilda um vinnslu slíkra persónuupplýsinga samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Ef þess er krafist samkvæmt gildandi lögum mun Wolt biðja um sérstakt samþykki fyrir vinnslu slíkra persónuupplýsinga og þú getur afturkallað slíkt samþykki hvenær sem er í gegnum stillingar þínar eða með því að hafa samband við Wolt þjónustuver á support@wolt.com.

Ef þú tengist eða skráir þig inn á aðganginn þinn með Facebook, deilir Facebook með okkur persónuupplýsingum um þig eins og forsíðumynd þinni, sýnishorn af Facebook vinum þínum og Facebook auðkenni þínu. Þó að Wolt haldi úti eigin síðu á Facebook eru bæði Wolt og Facebook sameiginlegir ábyrgðaraðilar á persónuupplýsingum þínum. Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga á Facebook er að finna á Persónuverndarstefnu Meta.

Notkunargögn

Notkunargögn koma til vegna samskipta notenda við Wolt þjónustuna. Þó að við notum venjulega ekki slík notkunargögn til að bera kennsl á þig sem einstakling kann að vera að hægt sé að auðkenna þig út frá þeim gögnum, annaðhvort einum og sér eða þegar þau eru sameinuð eða tengd við notendagögn. Í slíkum aðstæðum geta notkunargögn einnig talist persónuupplýsingar samkvæmt gildandi lögum og við munum meðhöndla slík gögn sem persónuupplýsingar.

Við kunnum að safna eftirfarandi notkunargögnum sjálfkrafa þegar þú heimsækir eða hefur samskipti við Wolt þjónustuna:

  • Upplýsingar sem lýsa tækinu þínu eða vafra og Wolt smáforritinu, útgáfum þeirra, eiginleikum, getu og stillingum

  • Upplýsingar um símafyrirtækið þitt, netþjónustuveitanda og tegund nettengingar, þar á meðal um IP tölu þína

  • Auðkenni sem tækið þitt eða þriðju aðilar útvega fyrir söluaðila forrita eða auglýsendur, eða auðkenni sem við búum til sjálf

  • Upplýsingar um land, staðsetningar, tímabelti og landfræðilega IP tölu

  • Ef þú fylgdir hlekk inn á Wolt þjónustuna þá upplýsingar um hlekk og tengla og ef þú valdir hlekk inn í Wolt þjónustunni þá upplýsingar um þann hlekk.

  • Upplýsingar um samskipti þín við og notkun Wolt þjónustunnar. Þetta felur til dæmis í sér notkunarmynstur, hvaða eiginleika þú notar, auglýsingar, þátttaka í tiltekinni herferð, upplýsingar um hegðun og val og upplýsingar um pantanir

  • Gögn til að rekja og tilkynna viðskipti sem auglýsingaaðilar okkar hafa frumkvæði að, þar á meðal tímastimplar og auðkenni sem nefnd eru hér að framan

Fyrir frekari upplýsingar um hvernig á að stjórna auglýsinga- og greiningar / auðkenningar eiginleikum (e. analytic identifiers“) í tækinu þínu, sjá hér að neðan í kaflanum „vafrakökur og önnur tækni“.

Vafrakökur og önnur tækni

Við notum ýmsa tækni til að safna og geyma notkunargögn og aðrar upplýsingar þegar notendur heimsækja Wolt þjónustuna, þar á meðal vafrakökur, með varðveislu vefsíðugagna og notkun vef- og forrita mælinga.

Vafrakökur og önnur vefsíðugögn sem vistuð eru á tækinu þínu gera okkur kleift að bera kennsl á gesti Wolt-þjónustunnar og auðvelda notkun Wolt-þjónustunnar og búa til samantektargögn um gesti okkar. Þetta hjálpar okkur að bæta Wolt þjónustuna og þjóna notendum okkar betur. Vafrakökur og önnur vefsíðugögn munu ekki skaða tækið þitt eða skrár. Við notum vafrakökur og önnur vefsíðugögn til að sérsníða Wolt þjónustuna og upplýsingarnar sem við veitum í samræmi við einstaklingsbundna hagsmuni notenda okkar. Vinsamlegast athugaðu að ólíkar vafrakökur eru varðveittar í takmarkaðan tíma er takmörkuð og varðveislutími getur verið allt frá mínútu eða um óákveðinn tíma og þegar tiltekinni vafraköku er eytt.

Þú getur breytt vafrakökuvali þínu með því að smella hér.

Notendur geta valið að stilla netvafra sinn þannig að hann hafni vafrakökum. Til dæmis veita eftirfarandi tenglar upplýsingar um hvernig eigi að stilla vafrakökur og aðrar vefgagnastillingar í nokkrum vinsælum vöfrum:

Apple Safari

Google Chrome

Microsoft Edge

Mozilla Firefox

Vinsamlegast athugaðu að sumir hlutar Wolt þjónustunnar kunna að virka illa eða virki ekki ef notandi hafnar vafrakökum.

Wolt þjónustan notar dulkóðuð auðkenni til að rekja og spá fyrir um notkun og kjörstillingar smáforritsins. Wolt notar einnig rakningartækni þriðju aðila sem eru eingöngu tímabundnar til að sannreyna og tilkynna um færslur auglýsingasamstarfsaðila okkar.

Þú getur stjórnað vafrakökum þínum í gegnum vafrakökuborðann á vefsíðum okkar.

Þú getur líka stjórnað samskiptum þínum og öðrum persónuverndarstillingum í gegnum Wolt smáforritið.

Hægt er að slökkva á Wolt gestaauðkennum á iOS og Android tækjum með því að breyta stillingunum þínum (fyrir iOS: Stillingar → Wolt → Wolt stillingar → Takmarka rakningu, og fyrir Android: Wolt forrit → Prófílflipi → Stillingar tákn efst í hægra horninu).

Almennt er hægt að slökkva á auglýsingaauðkennum á iOS farsímum með því að kveikja á flipanum Takmarka auglýsingarakningu (Stillingar → Persónuvernd → Auglýsingar → Takmarka auglýsingarakningu). Fyrir yfirlit og frekari upplýsingar um auglýsingaauðkenni, vinsamlegast skoðaðu Apple Advertising and Privacy síðuna.

Wolt notar mismunandi þriðju aðila til að framkvæma ýmsar greiningar- og fjarmælingar, fyrir markaðsmál og tengda starfsemi og aðra þjónustu sem er samþætt í hugbúnaði viðskiptavina okkar sem talin eru upp hér að neðan:

Heiti

Söluaðili

Tilgangur

Persón uverndar yfirlýsing söluaðila

Google Analytics

Google

Gesta- og notkunargreiningar

Tengill

Google AdSense

Google 

Auglýsingamiðun

Tengill

Google Tag Manager

Google

Gagnagreiningar og skýrslugerð

Tengill

Upwave

Upwave

Greining, markaðssetning og skýrslugerð í Wolt appinu

Tengill

AppsFlyer

AppsFlyer

Greining, markaðssetning og skýrslugerð í Wolt appinu

Tengill

hCaptcha

Intuition Machines, Inc.

Botgreining og forðun og skýrslugerð

Tengill

Bugsnag

SmartBear Software Inc.

Villuatvik og árangursmæling á vefsíðum og öppum

Tengill

Facebook Graph API

Meta

Umsjón með auglýsingum

Tengill

Facebook Pixel

Meta

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Firebase

Firebase

Þróunarverkvangur forrita fyrir fartæki og vefinn 

Tengill

Intercom

Intercom

Spjall við CS

Tengill

Ravelin

Ravelin

Svikavarnir

Tengill

Riskified

Riskified

Forvarnir gegn greiðslusvikum

Tengill

Adform

Adform

Hafa umsjón með og birta auglýsingar á netinu

Tengill

Floodlight 

Floodlight 

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Microsoft Clarity

Microsoft

Gagnagreining á hitakortum notenda

Tengill

Interspace

Interspace (Accesstrade)

Markaðsverkvangur hlutdeildaraðila

Tengill

Microsoft Bing

Microsoft

Leitarvél

Tengill

Iterable

Iterable

Sjálfvirkni við markaðssetningu

Tengill

LinkedIn InsightTag

LinkedIn Marketing Solutions

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Taboola Pixel

Taboola

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

TradeDoubler

TradeDoubler

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Twitter Universal Website Tag

Twitter Ads

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Yahoo

Yahoo

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Reddit Pixel

Reddit Ads

Auglýsinga-/viðskiptarakningar

Tengill

Sentry

Sentry.io

Virknihugbúnaður

Tengill

Vinsamlegast athugaðu að ekki er verið að notast við þjónustu allra ofangreindra söluaðila hverju sinni eða á öllum markaðssvæðum.

4. TILGANGUR OG GRUNDVÖLLUR VINNSLU

Við vinnum persónuupplýsingar aðeins að því marki sem nauðsynlegt er og viðeigandi fyrir tilgang vinnslunnar. Vinsamlegast athugaðu að við kunnum að vinna upplýsingar í fleiri en einum tilgangi og á grundvelli lagalegra ástæðna sem geta átt við samtímis.

Í fyrsta lagi vinnur Wolt persónuupplýsingar þínar til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar gagnvart þér eða viðskiptamannasamtökunum, til dæmis að því marki sem nauðsynlegt er til að:

  • bjóða þér Wolt þjónustuna samkvæmt samningi milli þín og Wolt eða milli viðskiptamannastofnunar og Wolt eða milli Wolt Drive viðskiptavinar og Wolt;

  • uppfylla samninginn milli þín og Wolt og í þeim tilgangi að hafa umsjón með og afhenda pöntun þína ásamt samskiptum við þig um breytingar á skilmálum og skilyrðum, persónuverndarstefnu eða aðrar mikilvægar breytingar sem tengjast samningnum;

  • annast greiðslur þínar eða endurgreiðslur (þar sem við á) og veita samstarfsaðilum okkar (veitingastöðum, smásölum og sendingarsamstarfsaðilum okkar hér á eftir sameiginlega einnig sem „samstarfsaðili“)) nauðsynlegar upplýsingar fyrir undirbúning eða afhendingu pöntunar þinnar; og

  • til að svara spurningum þínum eða leysa mál þín ef þú hefur samband við okkur.

Í öðru lagi kunnum við að vinna með persónuupplýsingar á grundvelli hagsmuna okkar þegar það telst viðeigandi og réttlætanlegt, þ.e. á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar af því að reka, viðhalda og þróa viðskipti okkar eða skapa og viðhalda viðskiptasamböndum. Þegar við veljum að nota upplýsingar þínar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar, vegum við okkar eigin hagsmuni á móti rétti þínum til friðhelgi einkalífs og bjóðum þér til dæmis upp að afþakka samskipti á grundvelli markaðssetningar og notum dulkóðuð eða ópersónugreinanleg gögn þegar mögulegt er. Þú hefur rétt til að mótmæla vinnslu upplýsinga þinna á grundvelli lögmætra hagsmuna. Wolt getur þó hafnað því að taka slík mótmæli til greina í samræmi við gildandi lög, t.d. ef vinnslan er nauðsynleg til að hafa stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.

Við vinnum persónuupplýsingar þínar að því marki sem það er nauðsynlegt og byggir á lögmætum hagsmunum, til dæmis:

  • vegna meðferðar krafna, innheimtu og lagalegrar meðferðar. Við kunnum einnig að vinna með persónuupplýsingar þínar til að koma í veg fyrir svik, misnotkun á þjónustu okkar og fyrir upplýsinga-, kerfis- og netöryggi og vegna annarra öryggisráðstafana.

  • til að hafa samband við þig vegna Wolt þjónustunnar og til að upplýsa þig um breytingar sem tengjast þjónustunni eða biðja um skoðun þína eða endurgjöf á Wolt þjónustunni.

  • til að markaðssetja Wolt þjónustuna eða vegna beinna og persónusniðinna auglýsinga í gegnum Wolt þjónustuna eða senda þér á annan hátt beint markaðsefni fyrir þjónustu okkar og vörur sem kunna að vekja áhuga þinn. Til að mynda slíkan markhóp kunnum við að vinna með þær persónuupplýsingar sem taldar eru upp hér að ofan í hlutanum um notkunargögn. Vinsamlegast athugaðu að ef samþykkis er krafist samkvæmt gildandi lögum mun vinnsla persónuupplýsinga í markaðslegum tilgangi byggjast á samþykki þínu (sjá einnig kaflann „bein markaðssetning“ hér að neðan).

  • til að bæta gæði Wolt þjónustunnar og þróa viðskipti okkar, til dæmis með því að greina hvers kyns leitni í notkun Wolt þjónustunnar með því að vinna úr gögnum sem tengjast notkun þinni á Wolt þjónustunni.

  • til að tryggja að þjónusta okkar sé í samræmi við þarfir þínar, við kunnum að nota persónuupplýsingar geta til að framkvæma ánægjukannanir viðskiptavina. Þegar mögulegt er munum við gera þetta með því að nota aðeins safn af ópersónugreinanlegum gögnum.

  • til að vinna persónuupplýsingar þínar innan Wolt fyrirtækjasamsteypunnar í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.

Þegar við vinnum persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að veita þér Wolt þjónustuna sem og öðrum tilgangi sem tilgreindur er hér að framan getum við í vissum tilvikum notast við sjálfvirkni sem getur einnig falið í sér sjálfvirka ákvarðanatöku.

Við getum enn fremur unnið með persónuupplýsingar þínar til að uppfylla lagaskyldur sem á okkur hvíla. Þetta á til að mynda við um vinnslu sem er nauðsynleg til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt bókhaldslögum og til að geta veitt viðeigandi yfirvöldum upplýsingar, s.s. til skatt- eða löggæsluyfirvalda í samræmi við lög.

Í vissum tilvikum getur verið að við óskum eftir samþykki þínu í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga vegna Wolt þjónustunnar. Í Wolt smáforritinu getur þú til dæmis stjórnað vali þínu þegar kemur að markaðssetningu og öðrum heimildum. Ef vinnsla persónuupplýsinga þinna er byggð á samþykki þínu geturðu afturkallað það hvenær sem er með því að hafa samband við okkur eða breyta viðkomandi samþykkisstillingu, til dæmis í Wolt smáforritinu.

5. FLUTNINGUR TIL LANDA UTAN EVRÓPU

Wolt geymir persónuupplýsingar þínar fyrst og fremst innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hins vegar erum við með þjónustuaðila, rekstur og samstæðufyrirtæki víðsvegar um heiminn. Vegna þessa getur verið að við eða þjónustuveitendur okkar flytji persónuupplýsingar til lögsagnarumdæma utan utan Evrópska efnahagssvæðisins eða heimalands notandans.

Við gerum ráðstafanir til að tryggja að persónuupplýsingar notenda fái fullnægjandi vernd í þeim lögsagnarumdæmunum þar sem þær eru unnar. Við veitum viðeigandi og fullnægjandi vernd fyrir flutning persónuupplýsinga til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins samningum við þjónustuveitendur okkar sem byggjast á stöðluðum samningsákvæðum eða með öðrum viðeigandi verndarráðstöfunum.

Frekari upplýsingar um flutning persónuupplýsinga er hægt að fá með því að hafa samband við okkur á einhverju þeirra netfanga sem tilgreind eru hér að ofan.

6. VIÐTAKENDUR GAGNA

Við deilum aðeins persónuupplýsingum þínum innan Wolt samstæðunnar ef það er nauðsynlegt og í samræmi við tilgang persónuverndarstefnu þessarar .

Við deilum ekki persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum utan Wolt nema eitt af eftirfarandi atriða eigi við:

Í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarstefnu þessari og til viðurkenndra þjónustuaðila

Að því marki sem þriðju aðilar (svo sem veitingastaðir, kaupmenn eða smásalar sem undirbúa pöntunina þína, flutningsaðilar okkar sem afhenda pöntunina þína og viðskiptamannastofnun sem kunna að borga pöntunina) þurfa aðgang að persónuupplýsingum til að við getum framkvæmt Wolt þjónustuna eða af öðrum lögmætum ástæðum deilum við persónuupplýsingum þínum með slíkum þriðju aðilum. Símanúmerinu þínu kann til dæmis að vera deilt með þeim samstarfsaðila sem undirbýr pöntunina þína ef það er nauðsynlegt, til dæmis svo hann geti borið undir þig hvort þú viljir láta skipta út vöru í pöntuninni þinni eða upplýsa þig um að vara sem þú pantaðir er ekki til eða ef einhverra skýringa er þörf á pöntun þinni.

Enn fremur kunnum við að deila persónuupplýsingum þínum til fyrirtækja innan samstæðu Wolt eða til viðurkenndra þjónustuaðila sem sinna þjónustu fyrir okkur (þar á meðal hýsingaraðila, bókhaldsaðila, aðila sem sjá um tölfræðigreiningar, sölu og markaðsmál og aðila sem veita varnir gegn greiðslusvikum) sem vinna upplýsingarnar fyrir okkur og til greiðsluþjónustuveitenda til að afgreiða greiðslur þínar til okkar.

Þegar gögn eru unnin af þriðju aðilum fyrir hönd Wolt hefur Wolt gert viðeigandi samningsbundnar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja að gögnin þín séu eingöngu unnin í þeim tilgangi sem tilgreindur er í persónuverndarstefnu þessari og í samræmi við öll gildandi lög og reglur, að vinnslan sé háð okkar fyrirmælum og að viðeigandi þagnarskyldu- og öryggisráðstafanir hafi verið gerðar.

Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú veitir þriðju aðilum persónuupplýsingar beint, t.d. í gegnum hlekk í Wolt þjónustunni, er vinnslan venjulega byggð á stefnu þeirra og stöðlum.

Með samstarfsaðilum til að geta veitt Wolt þjónustuna

Að því marki sem þriðju aðilar, svo sem samstarfsaðilarnir sem undirbúa, selja og/eða afhenda pöntunina þína, flutningsaðilar okkar sem afhenda pöntunina þína og viðskiptamannastofnun sem gæti komið til með að greiða pöntunina þína, þurfa aðgang að persónuupplýsingum til að við getum framkvæmt Wolt þjónustuna, veitum við slíkum aðilum aðgang að persónuupplýsingum þínum.

Við veitum samstarfsaðilanum og, þar sem við á, móðurfélagi hans eða sérleyfisveitanda, persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að uppfylla pöntunina þína. Það fer eftir hlutverki samstarfsaðilans hvaða upplýsingar þetta eru en um getur verið að ræða upplýsingar um nafn þitt, heimilisfang sem afhenda á pöntunina á og gögn sem tengjast kaupunum þínum, þar á meðal upplýsingar um stað, pöntunarnúmer, pöntunar- og afhendingartíma, afhendingaraðferð, pantaðar vörur, athugasemdir og endurgjöf sem þú hefur gefið um pöntunina. Slíkum gögnum er miðlað til að gera samstarfsaðilanum kleift að undirbúa pöntunina, þar á meðal þar sem við á, sækja vörurnar í verslunina, tryggja gæði þjónustunnar og vöruúrvals samstarfsaðilans í boði hjá Wolt auk þess að uppfylla lagaskyldur samstarfsaðilans. Þar sem samstarfsaðili vinnur slíkar upplýsingar einnig í eigin tilgangi, svo sem til að uppfylla lagalegar skyldur sínar gagnvart þér, er samstarfsaðilinn sérstakur ábyrgðaraðili persónuupplýsinganna og ábyrgur fyrir lögmæti eigin vinnslu.

Þú getur í vissum tilfellum sett inn upplýsingar um bónuskort eða vildarkerfi hjá samstarfsaðila inn í Wolt þjónustuna til að tengja saman pantanir sem gerðar eru í gegnum Wolt þjónustuna hjá viðkomandi samstarfsaðila við vildarkerfið, í samræmi við skilmála samstarfsaðilans. Í þeim tilvikum mun Wolt deila slíkum upplýsingum til samstarfsaðilans og samstarfsaðilinn er þá sjálfstæður ábyrgðaraðili slíkra upplýsinga og þar með ábyrgur fyrir því að tryggja lögmæti vinnslunnar.

Stundum deilum við símanúmerinu þínu og nafni með samstarfsaðilanum sem undirbýr pöntunina þína ef það er nauðsynlegt, t.d. til að spyrja þig hvort þú samþykkir að láta skipta út vöru í pöntuninni eða til að tilkynna þér að hlut vanti í pöntunina þína eða ef frekari skýringar vantar eða vegna annarra atriða sem nauðsynlegt er að fá upplýsingar um til að geta lokið við pöntunina. Fyrir sendingar sem eru framkvæmdar af söluaðilum okkar sjálfum kunnum við jafnframt að deila heimilisfangi þínu þar sem afhenda á pöntunina og símanúmeri með samstarfsaðilanum.

Af lagalegum ástæðum og vegna málaferla

Í ákveðnum tilvikum deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila utan Wolt ef við lítum svo á að það sé nauðsynlegt til að: (i) uppfylla lagaskyldur, skyldur skv. reglugerðum og/eða dómsúrskurði; (ii) greina, koma í veg fyrir eða á annan hátt taka á svikum, glæpum, öryggis- eða tæknivandamálum og/eða (iii) vernda hagsmuni, eignir eða öryggi Wolt, notenda eða almennings að svo miklu leyti sem það er í samræmi við lög. Þegar mögulegt er munum við upplýsa þig um slíka vinnslu.

Af öðrum lögmætum ástæðum

Ef Wolt tekur þátt í samruna, kaupum eða eignasölu getur verið að persónuupplýsingar þínar verði fluttar til þriðja aðila sem kemur að slíkri yfirfærslu. Hins vegar munum við áfram tryggja trúnað allra persónuupplýsinga. Við munum tilkynna öllum hlutaðeigandi notendum ef persónuupplýsingar um þá eru fluttar eða ef um þær gildir önnur persónuverndarstefna.

Með skýru samþykki þínu

Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila utan Wolt þegar við höfum skýrt samþykki þitt til þess. Þú hefur rétt á að afturkalla þetta samþykki hvenær sem er án endurgjalds, til dæmis með því að hafa samband við okkur.

7. VARÐVEISLUTÍMI

Wolt varðveitir ekki persónuupplýsingar þínar lengur en lagalega er heimilt og nauðsynlegt er í þeim tilgangi að veita Wolt þjónustuna eða viðeigandi hluta hennar. Varðveislutími fer eftir eðli upplýsinganna og tilgangi vinnslunnar. Hámarkstími getur því verið mismunandi eftir notkun.

Eftir að notandi hefur eytt notanda aðgangi sínum má einungis varðveita persónuupplýsingar að því marki sem slík vinnsla byggir á kröfu samkvæmt lögum eða er nauðsynleg vegna lagalegra skuldbindinga okkar eða lögmætra hagsmuna eins og meðferðar krafna, bókhalds, skýrslugerðar og afstemmingar.

Við metum reglulega varðveislutíma persónuupplýsinga til að tryggja að gögnin séu aðeins varðveitt á meðan slíkt er nauðsynlegt.

8. RÉTTINDI ÞÍN

Réttur til aðgangs

Þú átt rétt á að fá aðgang að og fá upplýsingar um það hvaða persónuupplýsingar við vinnum með um þig. Þú getur skoðað ákveðnar upplýsingar í notanda aðganginum þínum í Wolt þjónustunni eða óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum með því að hafa samband við okkur.

Réttur til að afturkalla samþykki

Ef vinnslan er byggð á samþykki sem notandi hefur veitt getur notandi afturkallað samþykkið hvenær sem er án endurgjalds. Að afturkalla samþykki getur leitt til færri möguleika á að nota Wolt þjónustuna. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem fram hefur farið áður en samþykki var afturkallað.

Réttur til leiðréttingar

Þú átt rétt á að fá rangar eða óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þig leiðréttar eða uppfærðar með því að hafa samband við okkur. Þú getur sjálfur leiðrétt eða uppfært vissar persónuupplýsingar um þig í gegnum notanda aðganginn þinn í Wolt þjónustunni.

Réttur til að eyðingar

Þú getur líka beðið okkur um að eyða persónuupplýsingum þínum úr kerfum okkar. Við munum verða við slíkri beiðni nema við höfum lögmæta ástæðu til að neita.

Réttur til andmæla

Þú kannt að eiga rétt á að andmæla tiltekinni notkun á persónuupplýsingunum þínum ef slíkar upplýsingar eru unnar í öðrum tilgangi en nauðsynlegt er til að framkvæma Wolt þjónustuna eða til að uppfylla lagaskyldu. Ef þú mótmælir frekari vinnslu persónuupplýsinga þinna getur það leitt til færri möguleika á að nota Wolt þjónustuna.

Réttur til takmörkunar á vinnslu

Þú getur farið fram á að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga, til dæmis þegar beiðnir þínar um eyðingu, leiðréttingu eða andmæli eru í bið og/eða þegar við höfum ekki lögmætar ástæður til að vinna persónuupplýsingar þínar. Þetta getur þó leitt til færri möguleika á að nota Wolt þjónustuna.

Réttur til gagnaflutnings

Þú átt rétt á að fá persónuupplýsingar sem þú hefur sjálfur látið okkur í té, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og fá þær sendar til sjálfstætt starfandi til þriðja aðila.

Hvernig getur þú nýtt þér réttindi þín

Hægt er að nýta ofangreindan rétt með því að hafa samband við þjónustuver Wolt eða með því að senda okkur bréf eða tölvupóst á ofangreind heimilisföng. Veita þarf upplýsingar um fullt nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer. Ef þú ert með Wolt aðgang mælum við með að þú hafir samband við okkur í gegnum Wolt aðstoðina í aðganginum þar sem það gerir okkur auðveldara að bera kennsl á þig. Við getum farið fram á að veittar séu viðbótarupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að staðfesta auðkenni notandans. Við getum hafnað eða rukkað fyrir beiðnir sem eru endurteknar, óhóflegar eða augljóslega ástæðulausar.

9. BEIN MARKAÐSSETNING

Notandinn hefur rétt til að banna okkur að nota persónuupplýsingar sínar í beina markaðssetningu, markaðsrannsóknir og gerð persónusniðs fyrir beina markaðssetningu með því að hafa samband við okkur á ofangreindum heimilisföngum eða með því að nota viðeigandi möguleika í Wolt þjónustunnar eða afskráningarmöguleika sem boðið er upp á í tengslum við bein markaðsskilaboð.

10. AÐ LEGGJA FRAM KVÖRTUN

Ef notandi telur að vinnsla okkar á persónuupplýsingum sé í ósamræmi við gildandi persónuverndarlög, getur notandinn lagt fram kvörtun til finnska persónuverndareftirlits, umboðsmanns persónuverndar í Finnlandi (tietosuoja.fi). Að öðrum kosti getur notandinn lagt fram kvörtun hjá staðbundnum persónuverndaryfirvöldum.

11. UPPLÝSINGAÖRYGGI

Við notum stjórnunarlegar, skipulagslegar, tæknilegar og áþreifanlegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar sem við söfnum og vinnum. Aðgerðir geta til dæmis falið í sér dulkóðun, gerviauðkenni, eldveggi, öryggisbúnað og aðgangsstýringar. Öryggisstýringar okkar eru hannaðar til að viðhalda viðeigandi gagnaleynd, heilindum, aðgengi, seiglu og getu til að endurheimta gögnin. Við prófum Wolt þjónustuna, kerfin og annan búnað reglulega gagnvart öryggisveikleikum. Enn fremur er aðgangur starfsmanna Wolt að persónuupplýsingum takmarkaður og aðgangur er háður því sem nauðsynlegt er vegna verkefna hvers starfsmanns.