Notendaskilmálar – Ísland

Með því að nota Wolt þjónustuna samþykkir þú notendaskilmála þessa („notendaskilmálar“).

Vinsamlegast lestu eftirfarandi notendaskilmála vandlega áður en þú notar Wolt þjónustuna. Samþykkir þú notendaskilmálana ekki getur þú ekki nýtt þér Wolt þjónustuna. Þessir notendaskilmálar eiga við um hvers kyns notkun á Wolt þjónustunni og um kaupsamninga sem gerðir eru á grundvelli hennar. Nánari lýsing á Wolt þjónustunni og upplýsingar um kerfið er að finna á wolt.com

Ef þú ert með „Wolt for Work“ aðgang (Wolt fyrir vinnuna), gilda þessir notendaskilmálar einnig fyrir viðskiptamannastofnun (e. Customer Organisation) okkar sem hefur veitt þér „Wolt for Work“ möguleikann ("Viðskiptamannastofnunin") í tengslum við þær pantanir sem þú gerir með „Wolt for Work“. Ef það er ósamræmi milli notendaskilmála þessara og fyrirtækjaskilmála Wolt, sem gilda fyrir Viðskiptamannastofnunina, gilda fyrirtækjaskilmálar Wolt.

Notendaskilmálarnir eru aðeins á milli okkar og notandans, ekki Apple Inc., og er Apple Inc. ekki ábyrgt fyrir Wolt appinu eða efni þess. Þú samþykkir að Apple Inc., og dótturfyrirtæki Apple Inc. („Apple“), teljist til þriðju aðila sem kunna að hafa hagsmuni af notendaskilmálunum og að með því að samþykkja notendaskilmálana mun Apple hafa rétt (og mun teljast hafa samþykkt rétt) til að framfylgja notendaskilmálum gagnvart þér sem þriðji aðili.

1. Skilgreiningar

"Flutningsaðili " merkir sjálfstæður verktaki sem hefur undirritað samstarfssamning við Wolt en um getur verið að ræða hvort heldur sem er einstakling eða lögaðili, eða staðgengil þeirra, sem sinnir afhendingarþjónustu í gegnum Wolt þjónustuna.

Samstarfsaðili” merkir veitingastaður, smásöluverslun eða annar þjónustuaðili sem hefur undirritað samstarfssamning við Wolt, eða staðgengil þeirra sem, býður vörur sínar og afhendingu eða aðra þjónustu til sölu í gegnum Wolt þjónustuna. Nema annað sé tekið fram í Wolt þjónustunni eru allir samstarfsaðilar seljendur í skilningi gildandi neytendaverndarlaga.

Kaupsamningur” þýðir samningur um kaup á vörum samstarfsaðila og mögulega afhendingu eða aðra þjónustu sem gerð er samkvæmt pöntun. Að því er varðar pantanir sem gerðar eru í gegnum „Wolt for Work“ eiginleikann felur kaupsamningurinn í sér bindandi samning milli samstarfsaðilans og viðskiptavinarstofnunarinnar. Að því er varðar pantanir sem notendur gera með öðrum greiðslumáta felur kaupsamningurinn í sér bindandi samning milli samstarfsaðila og notanda.

Notandi“ eða „þú“ merkir einstaklingur sem notar Wolt þjónustuna. Notandinn verður að vera 18 ára eða eldri.

Wolt” þýðir Wolt Enterprises Iceland ehf, Efstaleiti 5, 103, Reykjavik, Ísland.

Wolt smáforrit” merkir stafrænt smáforrit sem kallast Wolt sem Wolt býður upp á fyrir einstaklinga og lögaðila til að panta vörur frá samstarfsaðilum Wolt.

Wolt for Work aðgangur” þýðir notendareikningur í Wolt appinu þar sem Wolt for Work eiginleikanum hefur verið bætt við.

Wolt for Work eiginleiki” merkir sá greiðslumáti og eiginleiki Wolt appsins þar sem viðurkenndir notendur viðskiptamannastofnunarinnar geta gert pantanir á kostnað viðskiptamannastofnunarinnar.

Wolt þjónusta” merkir bæði Wolt appið og heimasíðan Wolt wolt.com og aðrir tengdir vafrar líkt og fram kemur á wolt.com.

2. Auðkenni Wolt

Wolt Enterprises Iceland ehf, Efstaleiti 5, 103, Reykjavik, Ísland, kt. 640123-1170 ef notandi er staðsettur á Íslandi.

Wolt Enterprises Oy, Pohjoinen Rautatiekatu 21, 00100 Helsinki, Finnlandi, kt. 2646674-9, VSK auðkenni FI26466749.

Vörumerki / firmaheiti: “Wolt"

Netfang: support@wolt.com.

*Vinsamlegast athugaðu að þó Wolt þjónustan sé lagalega veitt af þeim Wolt aðila sem starfar í þínu heimalandi, er greiðsluþjónustan á vegum Wolt Enterprises Oy í gegnum greiðsluþjónustuveitanda sem kemur fram sem þriðji aðili. Þetta hefur jafnframt í för með sér að Wolt Enterprises Oy aðstoðar þig í tengslum við mögulegar kröfur um endurgreiðslu, kvartanir og aðrar kröfur sem tengjast viðskiptum þínum í gegnum Wolt þjónustuna. Þú getur þannig haft beint samband við Wolt Enterprises Oy með þeim tengiliðaupplýsingunum sem gefnar eru upp hér að ofan ef upp kemur ágreiningur eða þú telur þig eiga kröfu vegna Wolt þjónustunnar gegn Wolt og samstarfsaðila.

Upplýsingar um auðkenni og vörur og þjónustu samstarfsaðila eru veittar í Wolt þjónustunni.

3. Lýsing á Wolt þjónustunni

3.1. Wolt býður upp á tæknivettvang sem tengir saman notendur, samstarfsaðila og flutningsaðila. Tækni Wolt gerir notendum kleift að panta mat og/eða aðrar vörur frá ýmsum samstarfsaðilum og notendur geta einnig pantað flutningsþjónustu og fengið vörurnar afhentar. Wolt er ekki veitingastaður, flutningsfyrirtæki eða matargerðarfyrirtæki.

3.2. Það er samstarfsaðilinn sem veitir upplýsingar um vörur sínar og mögulega þjónustu í Wolt þjónustunni, þar á meðal en ekki takmarkað við, upplýsingar um eiginleika vöru, ofnæmisvalda og notkunarleiðbeiningar. Ef þú ert með ofnæmi eða aðrar séróskir vegna mataræðis eða vilt af öðrum ástæðum fá nánari upplýsingar um vörurnar, skalt þú vinsamlegast hafa samband við viðkomandi samstarfsaðila. Þú getur líka haft samband við þjónustuver Wolt sem getur sett sig í samband við samstarfsaðilann fyrir þína hönd með slíkar fyrirspurnir. Samstarfsaðilinn er hins vegar ábyrgur fyrir því að veita nákvæmar og uppfærðar upplýsingar og upplýsingar sem krafa er gerð um samkvæmt lögum um vörurnar, þar á meðal að veita upplýsingar um verð og tilgreina verð á einingu þar sem þess er krafist samkvæmt gildandi lögum. Vinsamlegast athugaðu að sala og kaup á vörum samstarfsaðila og hugsanlegri þjónustu kann að vera háð viðbótarskilmálum og skilmálum samstarfsaðila eða Wolt í hverju tilviki fyrir sig eins og fram kemur í Wolt þjónustunni.

3.3. Þegar notandi velur vörur og þjónustu samstarfsaðila sem notandi vill kaupa af samstarfsaðila gerir notandi bindandi pöntun um að kaupa vörur og þjónustu frá samstarfsaðila á grundvelli þeirra skilmála og skilyrða sem notanda eru kynntir hér og í Wolt þjónustunni áður en hann pantar („pöntunin“). Eftir að hafa móttekið pöntunina mun Wolt senda upplýsingar um pöntunina til samstarfsaðilans. Þegar pöntunin er samþykkt af samstarfsaðila og Wolt hefur látið notanda í té pöntunarstaðfestingu fyrir hönd samstarfsaðila, gera notandi, eða viðskiptamannastofnunin þegar það á við, og samstarfsaðilinn kaupsamning um kaup á vörum samstarfsaðilans og, ef við á, um flutning eða aðra þjónustu. Í sumum tilfellum er kaupsamningur um kaup á flutningsþjónustu gerður beint við Wolt í stað samstarfsaðila, sem kemur þá fram á kvittuninni. Wolt mun láta notanda í té kvittun fyrir hönd samstarfsaðila, nema reglur í landinu þar sem notandinn er staðsettur krefjist þess að samstarfsaðili gefi sjálfur út kvittun til notandans beint fyrir vörurnar og, að því marki sem það á við, fyrir flutningsþjónustuna. Útvegun pöntunarinnar er háð framboði og Wolt áskilur sér rétt til að hætta við eða samþykkja ekki pöntun.

3.4. Ef flutningsþjónusta er pöntuð, þá tilkynnir vettvangurinn flutningsaðila um að til staðar sé sending sem fara þarf með og tæknin auðveldar þannig afhendingu á vörunni eða þjónustunni til notandans. Samstarfsaðilar eða Wolt rukka notendur um flutningsgjald, þjónustugjald og viðbótargjald vegna heimsendinga, þegar það á við fyrir afhendingarþjónustuna eins og hún er skilgreind nánar í Wolt þjónustunni þar sem það á við.

3.5. Samstarfsaðilinn sem notandinn velur sér um að undirbúa og/eða taka saman og pakka vörum sem pantaðar eru. Wolt er ber ekki ábyrgð gagnvart notandanum á réttum efndum kaupsamnings af hálfu samstarfsaðila. Þó Wolt beri ekki ábyrgð á flutningsþjónustunni sem flutningsaðiliveitir, getur Wolt auðveldað notendum að fá bætur fyrir gallaða flutningsþjónustu.

3.6. Þegar þú notar Wolt þjónustuna kann að vera gerð krafa um lágmarksverðs fyrir hverja pöntun, í því tilviki verður þér tilkynnt um það áður en þú gerir pöntunina á Wolt þjónustunni. Ef pöntun uppfyllir ekki það lágmarksverð sem krafist er, hefurðu möguleika á að greiða mismuninn til að ná upp í lágmarksverð eða bæta fleiri vörum við pöntunina þína. Samstarfsaðilinn ákveður vöruúrval og verðlagningu á vörum sínum sem eru í boði á Wolt þjónustunni. Samstarfsaðilinn getur einnig sett ákveðnar takmarkanir á pöntunina þína, svo sem magntakmarkanir og stærðartakmarkanir. Samstarfsaðilinn er ábyrgur fyrir því að upplýsa þig um allar takmarkanir sem tengjast framboði á vörum. Notandi samþykkir að ef tiltekin vara er tímabundið ófáanleg mun samstarfsaðilinn uppfylla þann hluta pöntunarinnar sem hægt er að útvega en sleppir þeirri vöru sem er ófáanleg. Ekki er innheimt fyrir vörur sem eru ekki tiltækar þegar þú pantar.

4. Réttur til að afturkalla

4.1. Þú getur ekki afturkallað eða hætt við pöntun á vörum eða þjónustu þegar þú hefur lagt hana inn, nema annað sé sérstaklega tekið fram í notendaskilmálum þessum. Við hvetjum þig því til að fara vandlega yfir pöntunina áður en þú leggur hana inn.

4.2. Ef þú ert neytandi hefur þú rétt á að falla frá samningi og hætta við kaupin í samræmi við gildandi lagaákvæði í því landi þar sem þú ert staðsettur. Neytandi í skilningi þessara notendaskilmála merkir sérhver einstaklingur sem notar Wolt þjónustuna og leggur inn pantanir í tilgangi sem að mestu er ekki hægt að rekja til atvinnustarfsemi þeirra eða sjálfstætt starfandi atvinnu.

4.3. Wolt fer eftir þeim takmörkunum sem gildandi lög setja á rétt neytenda til að falla frá samningi, en samkvæmt þeim er réttur til afturköllunar ekki fyrir hendi í tengslum við kaup á tilteknum hlutum, þar á meðal, en ekki takmarkað við, eftirfarandi:

  • vörur eins og matvæli sem eru viðkvæmar eða geta runnið hratt út,

  • vörur sem eru gerðar eftir þínum lýsingum eða eru sérsniðnar að þér,

  • innsiglaðar vörur sem ekki hentar að skila af heilsuverndar- eða hreinlætisástæðum, hafi innsigli verið rofið eftir afhendingu,

  • vörur sem samkvæmt eðli sínu er blandað við aðra hluti eftir afhendingu þannig að ekki er unnt að aðskilja þau síðar,

  • innsigluðum leikjum, kvikmyndum eða tölvuhugbúnaði þar sem innsigli hefur verið rofið eftir afhendingu.

4.4. Þú hefur rétt til að falla frá kaupum á vörum, þar sem slíkur réttur til afturköllunar er fyrir hendi, innan 14 daga frá afhendingu pöntunar án þess að tilgreina ástæðu fyrir afturköllun. Til þess að nýta rétt þinn til afturköllunar verður þú að tilkynna Wolt um ákvörðun þína með skýrri yfirlýsingu (t.d. tölvupósti eða skilaboðum sem send eru í gegnum spjall við þjónustuver Wolt) innan framangreinds 14 daga frests. Samstarfsaðilinn sem söluaðili vörunnar á pöntun þinni hefur heimilað Wolt að taka á móti tilkynningum um afturköllun fyrir hönd samstarfsaðilans. Ef samstarfsaðili hefur valið að bjóða upp á lengri frest en 14 daga, mun slíkur frestur gilda um pantanir sem gerðar eru í gegnum Wolt þjónustuna ef þess er sérstaklega getið á svæði samstarfsaðilans í Wolt þjónustunni. Ef þú vilt getur þú notað eftirfarandi eyðublað til að tilkynna um afturköllun pöntunar og sent til Wolt, sem Wolt síðan áframsendir til viðkomandi samstarfsaðila:

Form af yfirlýsingu um afturköllun kaupsamnings

-          Til: [settu inn nafn samstarfsaðila, heimilisfang samstarfsaðila og netfang samstarfsaðila]:

-          Hér með fell ég/við (*) frá samningi sem gerður var við mig/okkur (*) um kaup á eftirfarandi vörum (*)/ veitingu eftirfarandi þjónustu (*)

-          Pantað þann (*)/móttekið þann (*)

-          Nafn neytanda/neytenda

-          Heimilisfang neytanda/neytenda

-          Undirskrift(ir) neytenda (aðeins ef um er að ræða tilkynningu á pappírsformi)

-          Dagsetning

(*) Eyða eftir því sem við á

4.5. Ef þú afturkallar kaup mun Wolt endurgreiða allt sem þú hefur greitt vegna kaupsamningsins, þar á meðal flutningsgjaldið (þjónustugjaldið og viðbótargjaldið vegna heimsendingar þar sem við á) eigi síðar en 14 dögum frá þeim degi sem tilkynning um afturköllun á kaupunum eða hluta þeirra berst Wolt. Athugaðu að flutningsgjald (þjónustugjaldið og viðbótargjaldið vegna heimsendingar þar sem við á) er ekki endurgreitt ef pöntun er aðeins afturkölluð að hluta til.

4.6. Við munum við nota sama greiðslumáta og þú notaðir við upphaflegu kaupin á pöntuninni þinni til að endurgreiða pöntunina, nema sérstaklega hafi verið samið um annað. Athugaðu að ef þú borgaðir fyrir pöntunina með Wolt inneign munum við endurgreiða þér með Wolt inneign. Wolt getur hafnað endurgreiðslu þar til samstarfsaðili hefur fengið vörurnar til baka eða þar til þú hefur lagt fram sönnun fyrir því að þú hafir skilað vörunum.

4.7. Þú verður að skila eða endursenda vörurnar til sama samstarfsaðila á sama stað og þú pantaðir. Samskiptaupplýsingarnar við sölustað samstarfsaðilans eru aðgengilegar í Wolt þjónustunni. Þér ber að skila vörunum til samstarfsaðila eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 14 dögum eftir að tilkynnt var um afturköllun kaupsamningsins. Þetta telst uppfyllt ef þú sendir vörurnar áður en 14 daga fresturinn rennur út.

4.8. Þú berð beinan kostnað við að skila vörunum. Vörurnar sem skilað er verða að vera ónotaðar og í þannig ásigkomulagi að hægt sé að endurselja þær. Þú berð ábyrgð á því ef vara lækkar í verði ef slíkt tap má rekja til meðhöndlunar á vörunum annað en sem nauðsynlegt var til að skoða ástand þeirra, eiginleika og virkni.

4.9. Það kann að vera að vörur samstarfsaðilans sem þú vilt kaupa í gegnum Wolt þjónustuna séu uppseldar. Í slíkum tilvikum getur þú valið að fá sambærilega vöru hafi samstarfsaðilinn ákveðið að bjóða upp á slíkan möguleika, áður en þú staðfestir pöntunina þína. Þú getur þá valið að leyfa samstarfsaðilanum að skipta út vöru sem vantar fyrir svipaða vöru. Ef þú hefur heimilað samstarfsaðila að skipta út vöru sem uppseld er fyrir aðra sambærilega vöru, mun samstarfsaðilinn skipta út slíkum hlutum sem vantar í samræmi við eftirfarandi meginreglur: (i) Varan er valinn á grundvelli þess sem samstarfsaðilinn telur heppilegast svo að varan samsvari sem mest magni, gæðum og verði upprunalegu vörunnar í pöntuninni; ii) Við það mat samstarfsaðila skal taka tillit til ofnæmisvalda þannig að t.d. laktósafríum hlut sé aðeins skipt út fyrir laktósafrían hlut og glútenlausum hlut sé aðeins skipt út fyrir glútenlausan hlut; (iii) sykurskertum eða léttum drykkjum („diet“) er skipt út fyrir sambærilegan drykk; (iv) lífrænu er skipt út fyrir lífrænt; og (v) vörum framleitt innanlands er skipt út fyrir aðrar vörur framleiddar innanlands. Þú verður ekki fyrir auknum kostnaði vegna vara sem skipt hefur verið út og greiðir sama verð og fyrir upprunalegu vöruna/vörurnar í pöntuninni þinni. Ef verð vörunni sem sett er í pöntun þína í stað þeirrar sem uppseld var er lægra en verð upprunalega vörunnar í pöntuninni þinni, verður þú rukkaður um verð þeirrar vöru sem þú færð í staðin.

5. Aðgangur notenda

5.1. Þú hefur takmarkaðan, almennan og óframseljanlegan rétt til að nota Wolt þjónustuna eins og hún stendur til boða á hverjum tíma og aðeins í þeim tilgangi sem lýst er í skilmálum þessum. Leyfið sem notandanum er veitt fyrir iOS Wolt appið sem hlaðið er niður í Apple App Store er svo takmarkað við leyfi til að nota Wolt appið í gegnum Apple vörur sem notandinn á eða stjórnar í samræmi við notkunarreglur í þjónustuskilmálum App Store og notendaskilmálum þessum.

5.2. Til þess að nota Wolt þjónustuna verður notandinn að búa til notandaaðgang með því að fylgja skráningarleiðbeiningunum í Wolt þjónustunni. Aðgangur að Wolt þjónustunni er persónulegur / einstaklingsbundinn (nema um annað sé samið sérstaklega á milli Wolt og viðskiptavinarsamtakanna). Notandinn skal tryggja að með hvers kyns notendaupplýsingar og samsvarandi upplýsingar að aðgangi notandans eða viðskiptamannastofnunarinnar sé farið sem trúnaðarmál og þær upplýsingar notaðar á öruggan hátt þannig að óviðkomandi þriðju aðilar hafi ekki aðgang að þeim. Notandi getur aðeins haft einn persónulegan notanda aðgang.

5.3. Ef grunur leikur á um að óviðkomandi aðili hafi fengið vitneskju um notendaupplýsingar notanda eða hafi aðgang að aðgangi notandans í Wolt þjónustunni skal notandi tafarlaust tilkynna Wolt um það. Notandinn ber ábyrgð á allri notkun á Wolt þjónustunni og hvers kyns athöfnum á hans aðgangi.

5.4. Til þess að nota Wolt þjónustuna verður þú að gefa Wolt upp kreditkortaupplýsingar eða aðrar greiðsluupplýsingar. Wolt varðveitir ekki greiðsluupplýsingar þínar, þar sem greiðslur fara fram í gegnum greiðsluþjónustuveitanda. Þú samþykkir að greiða fyrir öll kaup sem fram fara í gegn um aðgang þinn að Wolt þjónustunni nema vegna kaupa sem gerð eru í gegnum „Wolt for Work“ eiginleikann á kostnað viðskiptamannastofnunarinnar. Þú verður að gæta að því að uppfæra kreditkortaupplýsingar og aðrar greiðsluupplýsingar eins og við á.

6. Greiðslur

6.1. Notandinn, eða viðskiptamannastofnunin ef um er að ræða „Wolt for Work“ aðgang, greiðir kaupverðið sem kemur fram undir pöntuninni með því að nota viðeigandi greiðslumöguleika í Wolt þjónustunni. Wolt eða annað félag innan Wolt samsteypunnar sem fengið hefur til þess heimild, innheimtir allar greiðslur frá notendum eða viðskiptamannastofnuninni fyrir hönd samstarfsaðilans. Ef pöntunin er gerð með því að nota „Wolt for Work“ eiginleikann, staðfestir notandinn greiðsluna fyrir hönd viðskiptamannastofnunarinnar í gegnum „Wolt for Work“ eiginleikann. Greiðsluskylda notanda eða viðskiptamannastofnunarinnar stofnast við gerð pöntunar í Wolt þjónustunni.

6.2. Notandinn getur aðeins uppfyllt greiðsluskyldu sína með því að nota viðeigandi netgreiðslumáta í Wolt þjónustunni. Þegar notandi, eða viðskiptamannastofnunin ef um er að ræða „Wolt for Work“ reikning, hefur greitt kaupverðið til Wolt hefur notandinn eða viðskiptamannastofnunin uppfyllt greiðsluskyldu sína gagnvart samstarfsaðilanum.

6.3. Greiðslan er sjálfkrafa gjaldfærð af kreditkorti notandans, hádegisverðarfríðindum (e. Lunch benefit) eða gjaldfærð í gegnum „Wolt for Work“ eiginleika viðskiptamannastofnunarinnar, við afhendingu pöntunarinnar. Wolt hefur rétt á að halda greiðsluheimildinni fyrir hönd samstarfsaðilans þegar pöntun hefur gerð í gegnum Wolt þjónustuna. Wolt notar þriðja aðila greiðsluþjónustuveitanda til að sjá um allar greiðslur.

6.4. Við ákveðnar aðstæður og í tengslum við tiltekna greiðslumáta getur kaupverð verið örlítið breytilegt vegna gengismuns á milli gjaldmiðla í greiðsluferlinu. Wolt tekur enga ábyrgð á slíkum gengismun og getur ekki spáð fyrir um nákvæma upphæð sem á að innheimta við notkun greiðslumiðla sem eru háðir gengisbreytingum.

6.5. [A1] Reiðufé er greiðslumáti sem stendur til boða í Slóveníu, Aserbaísjan, Króatíu, Kýpur, Georgíu, Grikklandi, Kasakstan, Möltu, Japan og Slóvakíu. Endurgreiðsla á pöntunum greiddum með reiðufé verður greidd í formi Wolt-inneignar eða með annarri viðeigandi eða lögmætri aðferð. Ef notandi sem hefur greitt fyrir pöntun með reiðufé er ekki á umsömdum afhendingarstað á umsömdum tíma eða 5 mínútum eftir það mun þjónustuver Wolt hafa samband við notandann og svo aðilar geti komið sér saman um viðeigandi fyrirkomulag á greiðslunni. Ef þjónustuver getur ekki náð í notandann innan 24 klukkustunda frá því fyrst var reynt að ná í hann, mun Wolt gera viðeigandi ráðstafanir sem geta falið í sér að slökkva á valkostinum um greiðslu með reiðufé fyrir notandanum eða jafnvel slökkva á aðgangi notandans í Wolt þjónustunni og loka fyrir frekari pantanir.

6.6. Þegar þú bætir vörum sem seldar eru eftir þyngd við pöntunina þína mun Wolt ekki vita nákvæma þyngd þeirra fyrr en vörurnar eru vigtaðar af samstarfsaðilanum. Fyrir slíkar vörur, sem byggjast á þyngd, er verðið á vörunni sem sýnt er í Wolt þjónustunni aðeins áætlað og byggir á áætlun samstarfsaðilans. Lokaverð vörunnar sem byggir á þyngd í pöntuninni þinni verður ákvarðað og rukkað í samræmi við raunverulegri þyngd vörunnar sem þú færð. Til að standa straum af hugsanlegum verðleiðréttingum af völdum þyngdarbreytinga mun Wolt taka tímabundna heimild á kortinu þínu. Upphæð tímabundinnar heimildar verður að hámarki 20% af verðmæti vöru sem byggir á þyngd í pöntuninni þinni. Ef varan í pöntun þinni vegur minna en tilgreint er í pöntunarstaðfestingunni mun Wolt endurgreiða þér mismuninn. Ef varan í pöntuninni þinni vegur meira en tilgreint er í pöntunarstaðfestingunni þinni mun Wolt rukka þig um verðmuninn með tímabundnu heimildinni. Sá hluti tímabundnu heimildarinnar sem ekki er þarft til að standa straum af verðleiðréttingu verður skilað inn á kortið þitt.

7. Wolt inneign

7.1. Notendur Wolt þjónustunnar geta fengið Wolt inneign t.d. með því að bjóða nýjum notendum að skrá sig í Wolt þjónustuna („tilvísunarkerfi“). Samkvæmt tilvísunarkerfinu getur Wolt boðið notendum sínum upp á tækifæri til að vinna sér inn Wolt inneign fyrir það að bjóða vinum sínum að skrá sig sem Wolt notendur og leggja inn fyrstu pöntun sína í gegnum Wolt þjónustuna. Fyrir hverja gilda tilvísun getur notandinn fengið inneign eins og tilgreint er í skilmálum Wolt tilvísunarkerfisins. Þú samþykkir að við getum breytt skilmálum og skilyrðum tilvísunarkerfisins eða sagt upp tilvísunarkerfinu hvenær sem er.

7.2. Notendur Wolt þjónustunnar geta einnig fengið Wolt inneign með því að taka þátt í kynningarherferðum sem Wolt setur reglulega af stað. Þú samþykkir að kynningartilboð: (i) megi aðeins nota af viðkomandi einstaklingi, í þeim tilgangi sem herferðin hefur og á löglegan hátt; (ii) má ekki afrita, selja eða flytja á nokkurn hátt, eða gera aðgengilegt almenningi, nema það sé sérstaklega heimilað af Wolt; (iii) eru háð sérstökum skilmálum sem Wolt setur fyrir slíka kynningu eða herferð. Til dæmis gætu kynningartilboð aðeins verið í boði fyrir ákveðna notendur eða takmörkuð við notkun í gegnum tiltekna samstarfsaðila eða á tilteknum tíma dags.

7.3. Wolt getur einhliða ákveðið þau skilyrði sem gilda um veitingu, notkun og gildi Wolt inneigna.

7.4. Hvern bónus eða inneign sem notandi fær fyrir að skrá sig í Wolt þjónustuna er aðeins hægt að nota einu sinni.

7.5. Notendur geta aðeins notað Wolt inneign til að fá afslátt af kaupum sínum í Wolt þjónustunni og er það háð sérstökum skilmálum hverrar herferðar eða kynningar. Ekki er hægt að skipta Wolt inneign í reiðufé. Gildistími Wolt inneigna sem þú gætir hafa fengið er tilgreindur í Wolt þjónustunni. Þegar inneignin rennur út er hún fjarlægð af reikningnum þínum. Útrunna inneign er ekki hægt að innleysa eða nota í pöntun.

7.6. Wolt inneignin verður gerð ógild ef upp kemst um misnotkun á Wolt eða grunur leikur á að Wolt inneign hafi verið veitt á röngum forsendum. Í slíkum tilfellum mun Wolt reikningsfæra upphæðina sem var greidd með slíkri Wolt inneignum af kreditkorti notandans.

8. Afhending pöntunar

8.1. Ef notandi pantar flutning á pöntuninni í gegnum Wolt þjónustuna verður pöntunin afhent á þeim stað sem notandi hefur staðfest sem afhendingarstað í Wolt þjónustunni. Notandinn þarf einnig að gefa upp götuheiti til að staðfesta staðsetningu í Wolt þjónustunni. Ef valin er snertilaus afhending teljast vörurnar hafa verið afhentar þegar þær hafa verið skildar eftir við dyrnar og flutningsaðilinn merkir stöðu pöntunarinnar sem "afhent" í Wolt þjónustunni. Eftir það berð þú áhættuna af pöntuninni.

8.2. Notandinn verður að vera tiltækur til að taka á móti símtölum í símanúmerið sem notandinn hefur skráð í Wolt þjónustuna. Ef ekki er hægt að ná í símanúmerið sem notandinn gefur upp getur Wolt eða samstarfsaðilinn hætt við afhendinguna og notandinn eða viðskiptamannastofnunin getur í þeim tilfellum verið rukkuð fyrir fullt verð pöntunarinnar.

8.3. Notandi getur gert pöntun sem á að afhenda eins fljótt og auðið er (hefðbundin afhending) eða með því að panta ákveðinn afhendingartíma, að því marki sem sá valkostur er tiltækur í Wolt þjónustunni þegar pöntun er gerð.

8.4. Hefðbundin afhending: Notandinn verður að vera staðsettur á staðfestum stað, eins og fram kemur í pöntuninni, frá því að hann pantaði pöntunina þar til vörurnar sem fram koma í pöntuninni hafa verið mótteknar. Ef notandinn er ekki tiltækur á staðnum sem hann hefur staðfest innan fimm mínútna frá komu pantaðra vara og notandinn svarar ekki eftir tvær tilraunir flutningsaðila til að ná í hann getur Wolt eða samstarfsaðili hætt við afhendingu og notandinn eða viðskiptaaðili kann að þurfa að greiða fullt verð fyrir pöntunina.

8.5. Fyrirframákveðin afhending: Notandinn verður að vera staðsettur á staðfestum stað tíu mínútum fyrir ákveðin afhendingartíma og þar til pöntunin er afhent.

9. Pöntun sótt á sölustað samstarfsaðila

9.1. Ef notandinn hefur ekki pantað flutning á vörum, heldur valið að sækja þær á starfstöð samstarfsaðila, er hægt að sækja vörurnar á þá starfstöð samstarfsaðila sem notandi hefur valið í pöntuninni. Notandinn fær sérstaka staðfestingu í tölvupósti þegar vörurnar eru tilbúnar til afhendingar. Samstarfsaðili eða Wolt geta sett skilyrði um auðkenni notandans við afhendingu á pöntunum.

9.2. Samstarfsaðili skal geyma pantaðar vörur í 60 mínútur eftir að samstarfsaðili hefur tilkynnt notandanum að pöntunin sé tilbúin til afhendingar. Hins vegar er þessi skylda takmörkuð af opnunartíma viðkomandi staðar samstarfsaðila og pöntunin verður að verða sótt fyrir lokunartíma umrædds sölustaðar samstarfsaðila.

10. Borðað á staðnum

10.1. Ef notandinn hefur valið að neyta vara í pöntuninni á starfstöðu samstarfsaðila, þá fær notandinn staðfestingu í tölvupósti um það hvenær áætlað er að vörurnar verði tilbúnar á starfstöð samstarfaðila.

11. Áætlaður tími

11.1. Sérhver afhendingartími eða annar tími sem samstarfsaðili eða Wolt hefur sent notanda í Wolt þjónustunni eru áætlaðir. Það er engin trygging fyrir því að pöntunin verði afhent eða tiltæk til afhendingar eða notkunar á áætluðum tíma. Umferð, álagstími og veðurskilyrði eru þættir sem geta haft áhrif á afhendingartíma vörunnar.

12. Hugverkaréttindi

12.1. Öll hugverkaréttindi í eða tengd Wolt þjónustunni og þar af leiðandi tengdum skjölum, hlutum og afritum þeirra eru eign Wolt eða annars fyrirtækis innan Wolt-samsteypunnar og/eða hlutdeildarfélaga/undirverktaka/leyfisveitenda þeirra. „Hugverkaréttindi“ merkir höfundarréttindi og skyld réttindi (þar á meðal gagnagrunns- og vörulistaréttindi og ljósmyndaréttindi), einkaleyfi, utility models, hönnunarréttindi, vörumerki, vöruheiti, viðskiptaleyndarmál, know-how og hvers kyns annars konar skráðra eða óskráðra hugverkaréttinda.

12.2. Notendaskilmálar þessir veita notendum engin hugverkaréttindi í Wolt þjónustunni og öll réttindi sem ekki eru sérstaklega veitt samkvæmt notendaskilmálum þessum eru eign Wolt eða annars fyrirtækis í Wolt samstæðunni og undirverktökum/leyfisveitendum þeirra.

12.3. Apple ber ekki ábyrgð á að rannsaka, að halda uppi vörnum, gera upp eða hafna kröfum um að iOS Wolt appið eða notkun þín á því brjóti í bága við hugverkarétt þriðja aðila.

12.4. Notandi veitir Wolt gjaldfrjálsan og framseljanlegan rétt til að nota, breyta, fjölfalda, dreifa og birta hvers kyns efni sem notandi lætur í té í tengslum við Wolt þjónustuna. Slíkt efni getur falið í sér ljósmyndir, gögn, upplýsingar, endurgjöf, ábendingar, texta og annað efni sem er hlaðið upp, birt eða sent á annan hátt í tengslum við Wolt þjónustuna.

13. Viðbótarákvæði um notkun á Wolt þjónustunni

13.1. Wolt þjónustan er aðeins í boði fyrir einstaklinga 18 ára eða eldri. Þú mátt ekki skrá þig sem notanda ef þú uppfyllir ekki þessa kröfu.

13.2. Notandi skal virða allar gildandi reglur og reglugerðir við notkun Wolt þjónustunnar, þar á meðal varðandi kaup á áfengi og tóbaksvörum, lyfjum og öðrum vörum sem um gilda aldurstakmarkanir. Að því marki sem afhending á vörum með aldurstakmark, svo sem áfengum drykkjum eða tóbaksvörum, er í boði í landinu þar sem notandinn er staðsettur, getur notandanum verið synjað um afhendingu á þeim vörum ef notandinn getur ekki framvísað gildu, opinberu skilríki með mynd til flutningsaðilanssem afhendir pöntunina sem sannar að notandinn er með aldur til að kaupa vöruna. Synja má notanda um afhendingu á vörum með aldurstakmarki í öðrum tilvikum í samræmi við gildandi reglur og reglugerðir í því landi þar sem notandi er staðsettur, svo sem um afhendingu á áfengum drykkjum ef notandi sýnir merki um ölvun. Ef synjað er um afhendingu á vörum með aldurstakmark af ástæðum sem lýst er hér að framan, hefur Wolt rétt á að rukka notandann um tvöfalt andvirði sendingargjaldsins, (þjónustugjalds og viðbótargjalds vegna heimsendingar ef við á) sem notandinn greiddi fyrir umrædda pöntun sem bætur fyrir að þurfa að skila vörunni til samstarfsaðilans.

13.3. Wolt er stöðugt að þróa Wolt þjónustuna og Wolt kann því að breyta eða fjarlægja mismunandi hluta af Wolt þjónustunni, þar á meðal eiginleika, vörur og samstarfsaðila sem eru í boði í Wolt þjónustunni að hluta eða öllu leyti.

13.4. Með því að nota Wolt þjónustuna gæti notandinn rekist á efni eða upplýsingar sem gætu verið ónákvæmar, ófullkomnar, villandi, ólöglegar, móðgandi eða á annan hátt skaðlegar. Wolt fer almennt ekki yfir efni sem samstarfsaðilar setja inn á vettvanginn. Wolt er ekki ábyrgt fyrir efni eða upplýsingum þriðja aðila (þar á meðal samstarfsaðilanna) eða fyrir tjóni sem notandi kann að vera fyrir með því að treysta á þær upplýsingar.

13.5. Þú eða Viðskiptamannastofnunin berið ábyrgð á því að afla og viðhalda öllum tækjum eða búnaði (svo sem síma) og tengingum sem þarf til að fá aðgang að og nota Wolt þjónustuna og öllum gjöldum tengdum henni.

13.6. Notandinn mun ekki: (i) nota eða reyna að nota persónulegan Wolt-aðgang annars einstaklings og/eða fá aðgang að persónulegum greiðslugögnum annars einstaklings í gegnum Wolt-þjónustuna eða nota persónuleg greiðslukort annars einstaklings þegar hann notar Wolt-þjónustuna, án samþykkis þess aðila. ; (ii) afrita, breyta eða búa til afleidd verk af Wolt þjónustunni eða hvers kyns tengdri tækni; (iii) bakfæra, taka í sundur eða á annan hátt reyna að fá frumkóða Wolt-þjónustunnar eða hvers kyns tengda tækni, eða einhvern hluta hennar; (iv) fjarlægja tilkynningar um höfundarrétt, vörumerki eða annan eignarrétt sem er að finna í eða á Wolt þjónustunni; (v) fjarlægja eða hylja auglýsingar sem eru í Wolt þjónustunni; (vi) safna, nota, afrita eða flytja upplýsingar sem fengnar eru úr Wolt þjónustunni án samþykkis Wolt; (vii) nota vélmenni eða aðrar sjálfvirkar aðferðir til að nota Wolt þjónustuna; (viii) búa til Wolt aðgang með því að nota fölsuð auðkenni eða auðkenni annars manns; eða (ix) fá aðgang að Wolt þjónustunni nema í gegnum viðmótin sem Wolt gefur sérstaklega upp, svo sem Wolt appið og Wolt vefsíðuna.

13.7. Wolt hefur rétt á að fjarlægja eða stöðva notanda tafarlaust frá því að nota Wolt þjónustuna og/eða hafna eða hætta við pantanir frá notanda ef: (i) notandinn misnotar Wolt þjónustuna eða veldur skaða á Wolt þjónustunni eða samstarfsaðilum eða Wolt eða starfsmönnum Wolt, (ii) Wolt rökstuddan grun um að notandinn beiti svikum þegar hann notar Wolt þjónustuna, (iii) notandinn leggur fram falsa pöntun (til dæmis með því að borga ekki eða með því að vera ekki viðstaddur afhendingarstaðinn til að taka á móti pöntuninni) eða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar sem leiða af þessum notendaskilmálum; (iv) það er skynsamlegur vafi um réttmæti eða áreiðanleika pöntunarinnar; eða (v) notandinn tekur þátt í hótunum, áreitni, kynþáttafordómum, kynjamisrétti eða hvers kyns annarri hegðun sem Wolt telur óviðeigandi gagnvart samstarfsaðilum eða starfsmönnum Wolt eða flutningsaðila. Ef Wolt hættir við pöntun sem þegar hefur verið greitt fyrir, mun Wolt millifæra þá upphæð inn á sama notendaaðgang eða „Wolt for Work“ aðgang og þann sem notandinn greiddi af.

13.8. Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sem safnað er um notendur er Wolt Enterprises Oy, nema annað sé tekið fram. Wolt Enterprises Oy skal vinna allar persónuupplýsingar sem safnað er frá notandanum í samræmi við persónuverndaryfirlýsingu Wolt.

13.9. Notandinn verður að fara að gildandi samningsskilmálum þriðja aðila þegar hann notar Wolt appið eða Wolt þjónustuna.

13.10. Notandinn ábyrgist að (i) hann sé ekki staðsettir í landi sem er háð viðskiptabanni bandarískra stjórnvalda eða sem hefur verið tilnefnt af bandarískum stjórnvöldum sem „hryðjuverka styðjandi“ land; og (ii) hann sé ekki skráður á lista bandarískra stjórnvalda yfir bannaða eða takmarkaða aðila.

14. Gildistími og uppsögn

14.1. Notendaskilmálar þessir eru í gildi sem bindandi samningur milli Wolt og notandans þar til annað verður tilkynnt á meðan notandinn notar Wolt þjónustuna. 

14.2. Notandinn getur hætt notkun Wolt þjónustunnar hvenær sem er. Wolt getur hvenær sem er hætt að veita Wolt þjónustuna varanlega eða tímabundið.

15. Gallar og kvartanir

15.1. Vinsamlegast athugaðu að alltaf getur komið upp rof á Wolt þjónustunni eða henni hætt. Wolt þjónustan gæti einnig verið stöðvuð tímabundið. Ekki nota Wolt þjónustuna til að taka öryggisafrit af gögnum. Þó að við gerum okkar besta til að veita þér aðgang að vettvangi okkar og þjónustu (þar á meðal nýja og/eða tímabundna þjónustu eins og sendingar án snertingar, afhendingar með nýrri tækni eða afhendingu nýrra vöruflokka) villulaust, lofar Wolt þér ekki eða tryggir neitt varðandi áreiðanleika, virkni, tímanleika, gæði eða hæfi Wolt þjónustunnar, eiginleika hennar eða hvers kyns þjónustu sem Wolt býður upp á. Wolt lofar ekki eða ábyrgist neitt sem ekki er sérstaklega nefnt í þessum notendaskilmálum.

15.2. Samstarfsaðilinn ber eingöngu ábyrgð á innihaldi, gæðum, öryggi og umbúðum þeirra vara sem seldar eru í gegnum Wolt þjónustuna og ber lögbundna gallaábyrgð á vörum sínum eins og fram kemur í gildandi lögum. Þú berð ábyrgð á því að skoða vörurnar í pöntuninni þinni án ótilhlýðilegrar tafar eftir að þú hefur fengið pöntunina. Ef það eru einhverjir gallar eða annmarkar á vörum pöntunarinnar þinnar, þá ættir þú að hafa samband við annað hvort þjónustuver Wolt, sem kemur fram fyrir hönd samstarfsaðilans, eða samstarfsaðilann beint og láta fylgja með skýra lýsingu á göllunum eða annmörkunum. Varðandi neysluvörur skal tilkynna um galla innan hæfilegs frests frá því að gallinn hefur komið í ljós, þó eigi síðar en innan tveggja mánaða frá því að hann uppgötvaðist. Athugið að ef um er að ræða galla í matvælum eða öðrum vörum sem eðli málsins samkvæmt skemmast eða renna út hratt er mikilvægt að tilkynna gallann eins fljótt og auðið er til að hægt sé að rannsaka og sannreyna gallann á réttan hátt. Vinsamlegast athugið að Wolt eða samstarfsaðilinn gæti beðið þig um að senda mynd af viðkomandi vöru til að skjalfesta og sannreyna gallana. Ef um galla eða ósamræmi er að ræða í vörum pöntunar þinnar, átt þú rétt á endurgreiðslu í samræmi við gildandi lög.

15.3. Samstarfsaðilinn er einn ábyrgur fyrir hvers kyns göllum í innihaldi og undirbúningi eða umbúðum pöntunarinnar eða öðrum annmörkum á framkvæmd kaupsamnings. Wolt ber ekki ábyrgð á upplýsingum frá samstarfsaðilanum um Wolt þjónustuna og veitir enga ábyrgð á framboði, gæðum eða hagkvæmni varanna.

15.4. Apple ber engin skylda til að veita neina viðhalds- og stuðningsþjónustu með tilliti til Wolt smáforritsins. Að því marki sem viðhalds eða stuðnings er krafist samkvæmt gildandi lögum, erum við, ekki Apple, skuldbundin til að veita slíkt viðhald eða stuðning. Að því marki sem ábyrgð er fyrir hendi samkvæmt lögum sem ekki er hægt að hafna, berum við, ekki Apple, ein ábyrgð á slíkri ábyrgð. Við, ekki Apple, erum ábyrg fyrir því að taka á öllum kröfum notandans eða þriðja aðila sem tengjast iOS Wolt smáforritinu eða vörslu og/eða notkun notandans á iOS Wolt smáforritinu, þar með talið, en ekki takmarkað við: (i) vöruábyrgðarkröfur; (ii) allar kröfur um að iOS Wolt appið uppfylli ekki viðeigandi laga- eða reglugerðarkröfur; og (iii) kröfur sem koma fram samkvæmt neytendavernd, persónuvernd eða sambærilegri löggjöf, þar á meðal í tengslum við notkun iOS Wolt smáforritsins á HealthKit og HomeKit.

16. Gildandi lög og úrlausn ágreiningsmála

16.1. Notendaskilmálar þessir skulu vera í samræmi við og þá skal túlka til samræmis við lög þess lands þar sem notandinn er staðsettur.

16.2. Vinsamlegast vertu meðvitaður um réttindi þín sem neytenda en á þeim grundvelli er ekki hægt svipta þig þeim réttindum sem þér eru veitt samkvæmt neytendaverndarlögum í landinu sem þú átt lögheimili.

16.3. Ágreining vegna notendaskilmála þessara skal leystur af þar til bærum dómstólum í landinu þar sem notandinn er staðsettur. Neytandi getur þó ávallt höfðað mál fyrir þar til bærum dómstóli í lögheimilislandi sínu. Ef þú ert notandi með lögheimili í innan ESB, getur þú og Wolt einnig notað ODR vettvang sem stjórnað er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að leysa deilur. Þennan vettvang er að finna á ec.europa.eu/odr. Þú getur einnig vísað ágreiningi til viðeigandi neytendayfirvalda eða annarrar samsvarandi stofnunar í heimalandi þínu, svo sem Neytendastofu á Íslandi: https://www.neytendastofa.is/ eða kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa https://kvth.is/#/.

17. Breytingar

17.1. Þessir notendaskilmálar eru háðir breytingum.

17.2. Wolt skal birta breytta notendaskilmála á vefsíðu Wolt. Wolt skal upplýsa notandann um allar efnislegar breytingar í Wolt þjónustunni eða með tölvupósti á netfangið sem notandinn hefur skráð í Wolt þjónustunni. Ef notandinn samþykkir ekki breytta Wolt notendaskilmála skal hann hætta notkun Wolt þjónustunnar.

18. Framsal

18.1. Wolt áskilur sér rétt til að framselja öll eða eitthvað af réttindum sínum eða skyldum samkvæmt samningnum í heild eða að hluta til samstarfsaðila, arftaka eða kaupanda eða aðila sem kann að taka yfir eignir í tengslum við Wolt þjónustuna án þess að fá fyrir fram samþykki notandans.

18.2. Notandinn hefur ekki rétt til að framselja nein af réttindum sínum eða skyldum samkvæmt samningnum í heild eða að hluta.

Uppfært 28.12.2023

Guidelines for Partners