Vöruviðauki - Markaðstorg
Ísland
Gildistími markaðstorgs vöruviðauka: 6. október 2025
Þessi Wolt markaðstorgs vöruviðauki (þessi ”markaðstorgs viðauki”) er felldur inn í samninginn. Öll hugtök sem notuð eru og ekki skilgreind hér skulu hafa þá merkingu tilgreind er í skráningarforminu eða í almennum þjónustuskilmálum fyrir söluaðila.
SKILGREININGAR
„Afhendingarþjónusta“ merkir afhendingu Wolt eða óháðra verktaka Wolt á vörum söluaðila.
„Búnaður“ merkir tækið/tækin og/eða stuðningsbúnaðurinn sem Wolt veitir söluaðilanum til framkvæmdar samningsins.
„Forrit söluaðila“ merkir stafræna forritið sem Wolt veitir söluaðilum sínum til meðhöndlunar á pöntunum, þar með taldir nýir eiginleikar og aðgangur að sjálfsafgreiðslulausnum í eigu Wolt.
„Herferð“ merkir herferð til kynningar á söluaðila og/eða vörum söluaðila í Wolt þjónustunni og tengdum markaðsleiðum sem beinast að notendum og sem getur falið í sér afslátt eða annan ávinning fyrir notendur.
„Notandi“ merkir einstaklingur eða lögaðili sem pantar vöru(r) í gegnum Wolt þjónustuna.
„Sjálfsafhending“ merkir afhending söluaðila, í eigin nafni og á eigin vegum, á vörum söluaðila sem notendur hafa pantað.
„Skýrsla“ merkir útborgunarskýrslu, söluskýrslu og reikning.
„Verð“ merkir verð á vörum söluaðila (þ.m.t. viðeigandi skattar eða virðisaukaskattur), að frádregnum afsláttum sem söluaðili ber kostnað af.
„Vettvangsgjald“ merkir það gjald sem Wolt innheimtir af söluaðila til að standa straum af kostnaði sem snýr að viðhaldi og þróun tækja og þjónustu fyrir söluaðila, og kostnaði vegna greiðsluúrvinnslu.
„VSK“ eða „Virðisaukaskattur“ merkir neysluskattur sem er lagður á nær allar vörur og þjónustu sem keypt er og seld til notkunar eða neyslu í Evrópu.
„Vörur söluaðila“ merkir mat, vörur og/eða þjónustu (þ.m.t. sjálfsafhendingarþjónustu ef við á) sem söluaðili býður upp á í Wolt þjónustunni.
„WLS“ merkir Wolt License Services Oy, Pohjoinen Rautatiekatu 21, 00100 Helsinki, Finnlandi, skráningarnúmer 3172070-5, VSK-númer FI31720705 sem er 100% í eigu Wolt Oy, sem er leyfisskyld greiðslustofnun og rafeyrisstofnun undir eftirliti finnsku eftirlitsstofnunar (FIN-FSA, Finanssivalvonta) sem hefur síðan flutt leyfi sitt til allra ESB/EES markaða þar sem Wolt starfar.
„Wolt“ þýðir Wolt Enterprises Iceland ehf., Efstaleiti 5, 103 Reykjavík, Ísland, kt. 640123-1170, VSK-númer 147744.
„Wolt forritið“ merkir stafrænt forrit sem heitir Wolt sem Wolt veitir einstaklingum eða lögaðilum til að panta vörur frá söluaðilum Wolt.
„Wolt myndir“ merkir myndir af vörum söluaðila sem teknar eru af Wolt eða fyrir hönd Wolt.
„Wolt þjónusta“ þýðir Wolt forritið og Wolt vefsíða sem staðsett er á wolt.com.
„Wolt+ áskriftarkerfi“ eða „Wolt+“ merkir áskriftarþjónustuna sem Wolt býður upp á sem veitir meðlimum Wolt ávinning eins og engan sendingarkostnað, sértilboð og afslætti og bættan sýnileika.
„Þjónusta“ merkir vettvangsþjónustu sem Wolt veitir söluaðila sem gerir það mögulegt að panta vörur söluaðila, sem felur í sér innheimtu greiðslna frá notendum í gegnum ytri greiðsluþjónustuaðila fyrir hönd söluaðila.
„Þóknun“ merkir gjaldið sem Wolt innheimtir frá söluaðila fyrir hverja pöntun sem send er til og samþykkt af söluaðila í gegnum Wolt þjónustuna.
1. RÉTTINDI OG SKYLDUR WOLT
1.1 Wolt skal veita söluaðilanum þjónustu samkvæmt skilmálum þessa samnings. Wolt getur einnig gert afhendingarþjónustu aðgengilega.
1.2 Wolt skal gera forrit söluaðila aðgengilegt sem gerir söluaðilanum kleift að birta efni söluaðila á vettvangssíðu söluaðila í Wolt þjónustunni, innan tæknilegra breyta Wolt og í samræmi við aðrar viðeigandi leiðbeiningar. Wolt kann einnig að veita tæknilega aðstoð til að aðstoða við notkun forrits söluaðila. Til að auðvelda sendingu pöntunar og gerð valmyndar geta söluaðilar (beint, eða í gegnum miðlunarbúnað eða söluaðila þriðja aðila) og Wolt sérstaklega samþykkt að samþætta Wolt þjónustuna við sölustaðarkerfi söluaðila með því að nota API Wolt sem lúta samþættingarleyfisskilmálum Wolt. Wolt áskilur sér rétt til að afturkalla samþættingarleyfið og notkun söluaðila (eða þriðja aðila) á forritum Wolt ef samþættingin uppfyllir ekki gæðastaðla og leiðbeiningar Wolt.
1.3 Wolt hefur rétt til að bjóða notendum kynningarafslátt. Wolt ber kostnað og ábyrgð á slíkum kynningarafslætti. Wolt hefur rétt til að birta auglýsingar, þ.m.t. auglýsingar þriðja aðila, að eigin vali í hverjum hluta Wolt þjónustunnar og tengdum markaðsleiðum.
1.4 Ef það er tilgreint í skráningarforminu eða samið er um annað skal Wolt útvega söluaðilanum búnað til móttöku og meðhöndlunar pantana frá notendum í gegnum forrit söluaðila. Wolt áskilur sér rétt til að aðlaga verðlagningu fyrir viðbótar- eða skiptibúnað sem óskað er eftir. Söluaðila er heimilt að prófa búnaðinn að kostnaðarlausu á reynslutímabilinu (ef aðilar hafa samþykkt reynslutímabil). Að reynslutímabilinu loknu mun Wolt senda söluaðila reikning fyrir fullri upphæð búnaðarins. Við útgáfu reiknings færist eignarhald á búnaðinum yfir til söluaðila. Wolt er heimilt að leyfa söluaðila að greiða fyrir búnaðinn í áföngum, en þá mun Wolt draga kostnað búnaðarins frá greiðslum sem Wolt skuldar söluaðila þar til fullt verð búnaðarins hefur verið greitt af söluaðila til Wolt. Hámarksfrádráttur verður 50% af hverri greiðslu til söluaðila. Ef búnaðurinn tapast, skemmist eða er stolið meðan hann er enn í eigu Wolt, þ.e. á reynslutímabilinu skal söluaðili (a) tafarlaust tilkynna Wolt um það og (b) bæta Wolt fyrir viðgerðarkostnað eða endurkaupaverð. Wolt skal jafnframt eiga rétt á draga samsvarandi kostnað vegna útgjalda frá greiðslum til söluaðila. Eftir þessa eingreiðslu skulu eftirstöðvar hins nýja búnaðar jafngilda ógreiddum eftirstöðvum hins skemmda/týnda/stolna búnaðar. Ef um þjófnað er að ræða, þegar búnaðurinn er enn í eigu Wolt, skal söluaðili aðstoða Wolt við að leysa málið vegna þjófnaðarins og tilkynna hann til lögreglu. Ef einhver bilun á búnaðinum kemur fram á ábyrgðartíma hans mun Wolt annaðhvort gera við eða skipta út búnaðinum.
1.5 Wolt ber ábyrgð á kvörtunum eða tjóni að því marki sem þær eða það má rekja til Wolt. Vegna villna sem eru á ábyrgð Wolt eða Wolt sendla og leiða til þess að söluaðilinn þarf að útvega nýja vöru, skal Wolt endurgreiða söluaðilanum upprunalegt verð vörunnar sem þarf að útvega aftur. Í þessu tilfelli mun Wolt innheimta nýja þóknun. Söluaðili samþykkir að í slíkum tilvikum sé endurgreiðsla eina úrræði söluaðilans og að Wolt beri enga viðbótarábyrgð og/eða skaðabótaskyldu.
1.6 Söluaðili heimilar Wolt að gefa sjálft út reikninga fyrir hönd söluaðila til að standa straum af þeim endurgreiðslum sem lýst er í kafla 1.5. Söluaðili telst hafa samþykkt slíkan reikning sem Wolt hefur gefið út nema söluaðili mótmæli reikningnum skriflega innan sjö (7) daga frá móttöku. Söluaðili skal ekki gefa út reikninga vegna sömu færslna og skal tilkynna Wolt tafarlaust ef söluaðili breytir virðisaukaskattskrárnúmeri sínu eða hættir að vera virðisaukaskattskráð.
2. RÉTTINDI OG SKYLDUR SÖLUAÐILA
2.1 Söluaðili selur vörur söluaðila til notenda og ef söluaðili hefur kosið sjálfsafhendingarkostinn selur hann sjálfsafhendingarþjónustu. Þar sem við á getur söluaðili einnig verið löglegur seljandi afhendingarþjónustu til notenda.
2.2 Söluaðili ber einn ábyrgð á að tryggja að vörur sínar séu af góðum gæðum, öruggar í notkun, merktar rétt og að allar nauðsynlegar upplýsingar til notenda hafi verið veittar. Söluaðili samþykkir einnig að pakka vörunum inn á þann hátt sem tryggir góð gæði vörunnar við afhendingu (t.d. ekkert sem hefur sullast, enginn leki eða mengun) og tryggja að Wolt sendlar sem afhenda vörurnar þurfi ekki að snerta neina matvöru sem er afhent. Til skýringar ber Wolt ekki ábyrgð á tjóni af völdum ófullnægjandi umbúða. Söluaðili skal fara eftir öllum viðeigandi reglum, kröfum og samningsskyldum gagnvart notendum og öllum sanngjörnum leiðbeiningum sem Wolt veitir söluaðilanum. Söluaðili skal einnig fylgja reglum og skilmálum App Store og Google Play. Wolt áskilur sér rétt til að fjarlægja vöru eða takmarka aðgang að öllum vörum í Wolt þjónustunni sem Wolt telur, að eigin mati, óhentuga eða ekki fullnægja kröfum.
2.3 Söluaðili ábyrgist að hann hafi aflað allra tilskilinna leyfa, starfsleyfa og skráningar vegna sölu á vörum söluaðila og skal leggja fram sönnun fyrir slíku ef Wolt óskar eftir því með sanngjörnum hætti. Söluaðili skal ekki bjóða til sölu í Wolt þjónustunni eftirlíkingar, aðrar ólöglegar vörur eða vörur sem ekki er heimilt að selja á netinu. Ef söluaðili vill bæta vöru í Wolt þjónustuna sem krefst ákveðins aldurs til að kaupa vöruna skal söluaðili tilgreina umrædda kröfu ásamt öðrum upplýsingum um vöruna.
2.4 Ef söluaðili fær tilkynningu um nauðsynlega vöruinnköllun eða önnur öryggisvandamál varðandi vörur söluaðila skal söluaðili upplýsa Wolt um tilkynninguna og aðstoða Wolt við nauðsynlega innköllun vörunnar. Nema um annað sé samið skal söluaðili fara eftir skilastefnu Wolt eins og lýst er í þjónustuskilmálum Wolt sem eru aðgengilegir á vefsíðu Wolt, þ.m.t. að samþykkja skiptingu ábyrgðar milli Wolt og söluaðila að því er varðar vöruskil eins og lýst er í þjónustuskilmálum notenda.
2.5 Nema um annað sé samið eða tilgreint af Wolt er krafist ljósmynda af öllum vörum í Wolt þjónustunni og allar myndir verða að uppfylla myndstaðla og leiðbeiningar Wolt. Ef myndir vantar eða uppfylla ekki myndstaðla eða leiðbeiningar Wolt getur Wolt fjarlægt eða takmarkað aðgang að þessum vörum í Wolt þjónustunni með myndum sem vantar eða eru ekki í samræmi við staðla eða leiðbeiningar. Wolt er einkaleyfishafi Wolt mynda. Söluaðili hefur takmarkaðan, óframseljanlegan, afturkallanlegan rétt til að nota Wolt myndir í eigin markaðsskyni, nema í prentuðum miðlum, markaðssetningu utandyra eða í tengslum við kynningu á vörum söluaðila á vettvangi sem er í samkeppni við Wolt. Þessum réttur fellur sjálfkrafa niður við uppsögn samningsins, og má Wolt afturkalla hann hvenær sem er.
2.6 Söluaðili ákveður sjálfur verð á vörum sínum í Wolt þjónustunni og ber ábyrgð á að halda verði og vörulýsingu uppfærðu í Wolt þjónustunni. Ef veitt er sjálfsafhendingarþjónusta ákveður söluaðili einnig mögulega kröfu um lágmarksupphæð pöntunar. Fyrir pantanir sem afhentar eru með afhendingarþjónustu áskilur Wolt sér rétt til að ákvarða og breyta kröfu um lágmarksupphæð stakrar pöntunar notanda.
2.7 Verð sem skráð eru fyrir vörur söluaðila skulu hins vegar ekki vera hærri en það verð sem söluaðili innheimtir fyrir sömu vörur á eigin sölustað. Þessi krafa um að hafa samræmda verðlagningu í Wolt þjónustunni og á eigin sölustað þjónar lögmætum hagsmunum Wolt til að vernda fjárfestingar sínar í Wolt þjónustunni og markaðssetningu og tryggja hagkvæmni tilboða í Wolt þjónustunni og er studd af niðurstöðum um að samræmd verðlagning geti veitt söluaðilum og neytendum verulegan ávinning, þ.m.t. aukna ánægju viðskiptavina, betri sölu og aukningu á heildarafkomu fyrirtækja. Til að sannreyna samræmi í verðlagningu skal söluaðili, að undangenginni sanngjarnri beiðni Wolt, veita upplýsingar um söluverð sitt. Ef söluaðili uppfyllir ekki samræmda verðlagningarkröfu áskilur Wolt sér rétt til að gera viðeigandi ráðstafanir til að takast á við ósamræmi. Wolt áskilur sér einnig rétt til að veita ívilnandi meðferð í Wolt þjónustunni fyrir söluaðila með samræmda verðlagningu.
2.8 Söluaðili skal birta og halda uppfærðum öllum nauðsynlegum upplýsingum um söluaðila, vörur sínar og samninginn milli söluaðila og notanda í Wolt þjónustunni, í samræmi við gildandi löggjöf. Slíkar upplýsingar skulu innihalda fyrirtækjaupplýsingar og tengiliðaupplýsingar söluaðila, eiginleika þeirra vara sem boðið er upp á (þ.m.t. en ekki takmarkað við ofnæmisvalda og aðrar upplýsingar um matvæli, viðvaranir og öryggisupplýsingar og leiðbeiningar um rétta notkun eftir því sem við á í samræmi við gildandi lög), verð fyrir hverja einstaka vöru (þ.m.t. virðisaukaskatt) og, þar sem við á, upplýsingar um meðhöndlun kvörtunar. Að því marki sem Wolt gerir söluaðilanum, að eigin vild, aðgengileg vöruupplýsingagögn er söluaðilanum heimilt að nota slík gögn eingöngu í þeim tilgangi að skrá vörur söluaðila í Wolt þjónustuna. Wolt ber enga ábyrgð á slíkum gögnum sem Wolt veitir og kunna að vera upprunin frá þriðja aðila né ábyrgist Wolt að gögnin verði stöðugt aðgengileg, nákvæm, fullkomin eða uppfærð.
2.9 Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti pöntunum og skal hann ekki notaður í öðrum tilgangi. Söluaðili skal halda forriti söluaðila virku og skal fylgjast með pöntunum sem gerðar eru í gegnum Wolt þjónustuna á venjulegum opnunartíma söluaðila til að meðhöndla allar pantanir sem gerðar eru í gegnum Wolt þjónustuna tímanlega.
2.10 Söluaðili samþykkir að hafa Wolt límmiða og, eftir því sem við á, Wolt-kynningarkortastand sýnilegt notendum sínum á öllum sölustöðum sínum eða skal semja við Wolt um aðrar sanngjarnar leiðir til að kynna Wolt þjónustuna á staðbundnum sölustöðum söluaðila.
2.11 Söluaðili ber einhliða og fulla ábyrgð á öllum tjóni, kröfum og kvörtunum notenda sem tengjast vörum söluaðila. Wolt ber enga ábyrgð eða skaðabótaskyldu með tilliti til samskipta söluaðila við nokkurn notanda í tengslum við Wolt þjónustuna. Söluaðili heimilar Wolt hins vegar að bæta notendum fyrir hönd söluaðila fyrir hvers konar kröfu, að hámarki að verðmæti pöntunar, ef Wolt ákveður eftir eigin, sanngjörnu mati, að slíkar bætur séu réttlætanlegar. Allar bætur sem Wolt greiðir notanda fyrir hönd söluaðila samkvæmt þessum kafla verða dregnar frá greiðslunum til söluaðila.
2.12 Ef afhenda þarf vöru söluaðila aftur til notanda vegna villu sem söluaðilinn ber ábyrgð á (t.d. afhendingu á röngum vörum eða ef vörur vantar) getur Wolt dregið allt að ISK 1200 + virðisaukaskatt ef við á, frá hverri pöntun. Ef um er að ræða seinkun á afhendingu eða snemmbúna afhendingu sem söluaðili ber ábyrgð á er Wolt heimilt að draga frá allt að ISK 750 + virðisaukaskatt ef við á, fyrir 10 mínútna frávik frá upphaflega áætluðum afhendingartíma söluaðila og viðbótarfjárhæð sem nemur ekki meira en ISK 75 auk virðisaukaskatts ef við á, fyrir hverja mínútu sem er umfram upphaflega 10 mínútna fráviksins frá áætluðum tíma söluaðila. Ef öll pöntunin fellur niður af ástæðu sem rekja má til söluaðilans (t.d. vettvangurinn hafnar pöntunum á opnunartíma söluaðila eða söluaðili á ekki til þær vörur sem þarf til að fylla pöntunina) getur Wolt dregið allt að ISK 750 auk virðisaukaskatts frá, ef við á.
2.13 Til að hvetja og verðlauna frammistöðu í rekstri getur Wolt, upp á sitt eindæmi, boðið afslætti, inneign eða önnur fríðindi til söluaðila sem uppfylla pantanir stöðugt, nákvæmlega og á réttum tíma.
2.14 Söluaðili skal halda öllum upplýsingum um Wolt viðskiptareikning sinn öruggum og leyndum og ber ábyrgð á allri starfsemi sem á sér stað undir reikningi hans. Wolt skal eiga rétt fjarstýringar yfir búnaðinum. Wolt áskilur sér rétt til að fá aðgang að reikningi söluaðila í því skyni að veita tæknilega aðstoð eða uppfærslur. Wolt getur veitt tæknilega aðstoð, með tölvupósti eða á annan hátt, í samræmi við almennt verklag.
2.15 Wolt getur boðið upp á ýmsa möguleika fyrir söluaðila til að fjárfesta í herferðum í þeim tilgangi að kynna vörur söluaðila í Wolt þjónustunni og tengdum markaðsleiðum, svo sem ókeypis afhendingu, afslátt af pöntun eða vörum og auglýsingaherferðir. Söluaðili ábyrgist að aðeins viðurkenndir undirritunaraðilar sem hafa rétt til að vera fulltrúi og binda söluaðila við pöntun skuli leggja fram pantanir á herferðum fyrir hönd söluaðila. Herferðir heyra undir skilmála Wolt sem gilda um auglýsingar Wolt fyrir söluaðila, sem eru aðgengilegir söluaðila í gegnum vefgáttina, eftir því sem við á og er í gildi þegar pöntunin er lögð fram.
3. ÞÓKNUN OG GJÖLD
3.1 Wolt á rétt á að innheimta þóknun af söluaðila, afhendingar- og þjónustugjöld Wolt, þróunar- & þjónustugjald og önnur gjöld sem kunna að eiga við, sem lýst er í skráningarforminu eða með öðrum ákvæðum samningsins.
3.2 Þóknun er reiknuð sem hlutfall (%) af verðinu. Einnig er innheimtur virðisaukaskattur af þóknunum. Ef um sjálfsafhendingu er að ræða er sjálfsafhendingargjald sem söluaðilinn innheimtir af notendum fyrir þjónustuna, og hvers kyns lágmarksupphæð pöntunar, innifalið í útreikningnum. Þróunar- & þjónustugjöld eru reiknuð á sama hátt og þóknun.
3.3 Wolt á rétt á að breyta samningnum einhliða í samræmi við 16. kafla almennu þjónustuskilmálanna, þ.m.t. rétt til að breyta þóknun, þróunar- & þjónustugjaldi eða öðrum viðeigandi gjöldum sem Wolt innheimtir af söluaðila. Tilkynning um slíkar breytingar verður veitt í samræmi við 16. kafla almennu þjónustuskilmálanna.
4. GREIÐSLUR
4.1 Greiðslur af hálfu Wolt til söluaðila fara fram á bankareikning sem söluaðili lætur í té eða með öðrum greiðslumáta eftir því sem samið er um.
4.2 Í þeim tilvikum þar sem Wolt veitir reglubundna þjónustu, svo sem greiðslumiðlunarþjónustu, og í þeim tilgangi að framkvæma nauðsynlegar viðskiptavina- og fyrirtækjakannanir, er heimilt að biðja söluaðila um að veita ákveðnar upplýsingar og gögn, þ.m.t. en ekki takmarkað við gögn úr fyrirtækjaskrá eða álíka (ekki eldri en þriggja mánaða). Skjöl og upplýsingar sem veittar eru gera til dæmis kleift að staðfesta auðkenni einstaklinga sem hafa heimild til að starfa fyrir hönd söluaðila, eða bankaupplýsingar eða aðrar fyrirtækjaupplýsingar. Viðskiptasambandið við Wolt mun hefjast, verslun eða veitingastaður söluaðila getur farið í loftið og Wolt mun eingöngu greiða söluaðilanum ef hann leggur fram slík gögn og þegar þessu eftirliti er fullnægt.
4.3 Að því tilskildu að söluaðili hafi lagt fram til Wolt upplýsingar um bankareikning sinn og allar aðrar upplýsingar sem Wolt krefst frá söluaðilanum til að greiða til söluaðila, skal Wolt eða WLS greiða til söluaðila fjárhæð sem jafngildir greiðslum notenda fyrir vörur söluaðila (þ.m.t. virðisaukaskatt ef við á) á umsömdu útborgunartímabili, að frádregnum þóknunum, þróunar- & þjónustugjaldi (ef við á), afhendingar og þjónustugjaldi Wolt (ef við á), og hvers kyns leiðréttingum eða frádráttum sem skilgreind eru í þessum samningi. Til skýringar munu afslættir sem Wolt býður notendum ekki hafa áhrif á útborgun til söluaðila.
4.4 Söluaðili heimilar Wolt eða WLS, eftir því sem við á, að rukka notendur og taka á móti greiðslum fyrir hönd og á vegum söluaðila frá notendum í gegnum ytri greiðsluþjónustuveitendur fyrir vörur söluaðila og ef við á, afhendingarþjónustu. Þar sem við á mun WLS sjá um greiðsluferlið og mun starfa sem útborgunaraðili gagnvart söluaðila. WLS mun standa vörð um fjármuni söluaðila og mun inna af hendi þær greiðslur til söluaðila eins og lýst er í samningi þessum. Wolt ber lánsáhættuna með tilliti til netgreiðslna frá notendum sem gerðar eru í gegnum Wolt þjónustuna og getur söluaðili aðeins krafist greiðslna fyrir vörur söluaðila frá Wolt, ekki frá notendum.
4.5 Wolt getur leyft notendum að greiða fyrir vörur söluaðila, og önnur viðeigandi gjöld, í reiðufé. Ef um sjálfsafhendingu er að ræða fær söluaðili peningagreiðsluna fyrir vörur söluaðila og sjálfsafhendingarþjónustu sem veitt er, svo og önnur viðeigandi gjöld, beint frá notandanum. Ef um sjálfsafhendingu er að ræða ber söluaðili lánsáhættuna með tilliti til greiðslna í reiðufé frá notendum og getur ekki krafist neinna greiðslna frá Wolt. Wolt ber enga ábyrgð gagnvart söluaðila ef hann er ófær um að taka við peningagreiðslunni.
4.6 Wolt mun senda skýrslur til söluaðila rafrænt. Söluaðili skal tilkynna Wolt um hugsanlega galla eða villur á skýrslunni eða útborgunum innan tveggja (2) vikna frá afhendingu skýrslunnar eða móttöku útborgunar. Berist tilkynning ekki innan umrædds tímafrests telst það endanleg staðfesting söluaðila á skýrslunni og/eða útborguninni.
5. SKATTAR
5.1 Söluaðili ber einn ábyrgð á öllum sköttum, álögum og öðrum kostnaði sem tengist vörum söluaðila, afhendingarþjónustu sem söluaðilinn selur til notandans (ef við á) og sjálfsafhendingarþjónustu (ef við á), þ.m.t. uppgjöri virðisaukaskatts. Tilgreining virðisaukaskatts fyrir vörur söluaðila í söluskýrslu Wolt (ef við á) eru eingöngu til hægðarauka og ekki til notkunar sem grundvöllur fyrir virðisaukaskattsskýrslur söluaðila. Söluaðili á ekki rétt á því að leggja niður eða draga neinar fjárhæðir frá þeirri fjárhæð sem greiðist til Wolt.
5.2 Með vísan til kafla 1.6 varðandi reikninga sem Wolt gefur sjálft út skulu aðilar fara eftir allri gildandi löggjöf um virðisaukaskatt og skal söluaðili, sé þess óskað, veita Wolt allar nauðsynlegar upplýsingar og heimildir fyrir nauðsynlegum skráningum sem tengjast slíkum reikningum.
6. PERSÓNUUPPLÝSINGAR
6.1 Hvor aðili um sig skal teljast sjálfstæður ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt samningi þessum. Ekkert í þessum samningi skal túlkað á þann hátt að annar hvor aðilinn sé talinn vinnsluaðili fyrir hönd hins aðilans eða aðilarnir taldir sameiginlegir ábyrgðaraðilar með tilliti til persónuupplýsinga.
6.2 Bæði Wolt og söluaðili bera því sjálfstætt ábyrgð á því að tryggja að einstaklingsbundin vinnsla þeirra á persónuupplýsingum fari fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, reglugerð ESB 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (GDPR) og öll gildandi landslög.
6.3 Aðilar staðfesta að notendur hafi verið upplýstir um gagnavinnslu aðila í tengslum við Wolt þjónustuna með persónuverndaryfirlýsingu Wolt. Ef söluaðili vinnur persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en að uppfylla skyldur sínar samkvæmt almennu þjónustuskilmálunum og þessum viðauka, og/eða á þann hátt sem ekki er lýst í persónuverndaryfirlýsingu Wolt, skal söluaðili einn bera ábyrgð á því að þessi vinnsla sé í samræmi við GDPR og gildandi persónuverndarlög, þ.m.t. en ekki takmarkað við að veita notendum viðeigandi og gagnsæjar upplýsingar og tryggja að hann hafi gilda vinnsluheimild og tilgang fyrir slíkri vinnslu.
7. WOLT+
7.1 Skilmálar þessa kafla gilda um Wolt+ áskriftarkerfið.
7.2. Wolt getur rukkað söluaðila um aðra þóknun fyrir Wolt+ pantanir, sem tilgreindar eru í skráningarforminu eða samið er um á annan hátt.
7.3 Wolt getur sagt upp Wolt+ áskriftarkerfi hvenær sem er með því að veita söluaðilanum að minnsta kosti 7 daga skriflegan fyrirvara. Söluaðilanum er heimilt að segja upp þátttöku sinni í Wolt+ áskriftarkerfi hvenær sem er með því að veita Wolt 7 daga skriflegan fyrirvara. Í kjölfar uppsagnar Wolt+ áskriftarkerfis er hækkun þóknunar fyrir Wolt+ sem sett er fram í viðskiptaskilmálum ógild og upprunaleg þóknunin sem samið var um í samningnum heldur áfram að gilda. Til að forðast vafa, felur uppsögn á Wolt+ áskriftarkerfi ekki í sér uppsögn á samningnum.
8. RÖÐUN
Wolt veitir viðeigandi sýnileika fyrir söluaðila og aðra söluaðila sem nota Wolt vörur. Wolt notar röðunarbreytur og er leitin hönnuð til að gera neytendum kleift að finna vörur og þjónustu sem er mest viðeigandi á fljótan og auðveldan máta. Röðunin fer eftir staðsetningu og leitaróskum notenda sem panta í gegnum Wolt þjónustuna og opnunartíma söluaðila. Í samræmi við fagstaðla og byggt á hlutlægum mælikvarða getur Wolt haft eða leyft kynningarherferðir sem veita aukinn sýnileika fyrir ákveðna söluaðila. Wolt getur breytt breytunum af og til og getur einnig framkvæmt tilteknar prófanir sem hafa áhrif á sýnileika, röðun og leitarniðurstöður. Nánari lýsing á sýnileika, leit og röðunarbreytum er að finna á heimasíðu Wolt.
9. INNRI KVARTANIR OG LAUSN DEILUMÁLA
9.1 Söluaðili getur lagt fram kvartanir í tengslum við samninginn í gegnum vefgáttina sem aðgengileg er söluaðilum á support@wolt.com, með því að hafa samband við tengilið Wolt, sem og í gegnum rásir sem aðgengilegar eru á heimasíðu Wolt.
9.2 Ef söluaðili óskar eftir að leggja fram kvörtun í samræmi við reglugerð ESB 2019/1150, hefur Wolt komið á fót formlegu kerfi til meðhöndlunar slíkra kvartana. Söluaðili getur lagt fram kvörtun beint til Wolt, í gegnum SpeakUp Rás Wolt (aðgengileg á vefsíðu Wolt), varðandi eitthvað af eftirfarandi atriðum:
fullyrðingar um að Wolt hafi ekki uppfyllt allar skyldur sem mælt er fyrir um í reglugerð ESB 2019/1150 sem hafa áhrif á söluaðila;
tæknileg atriði sem tengjast veitingu þjónustu Wolt með beinum hætti og sem hafa áhrif á söluaðila;
ráðstafanir sem gerðar eru af, eða hegðun Wolt sem tengjast veitingu miðlunarþjónustunnar á netinu með beinum hætti og hafa áhrif á söluaðila.
9.3 Ef Söluaðili er ósáttur við meðferð Wolt á kvörtun getur annar hvor aðilinn vísað málinu til (a) lögmanns sem hefur hlotið vottun sem sáttamiðlari og er á lista yfir starfandi sáttamiðlara, eða til (b) miðstöðvar um árangursríka lausn deilumála (CEDR) (https://www.cedr.com).
9.4 Aðilar geta hvenær sem er áður, á meðan eða eftir að meðferð kvartana eða miðlunarferlinu er lokið, hafið málsmeðferð í samræmi við 14. kafla almennu þjónustuskilmálanna.
10. UPPSÖGN
Heimilt er að segja upp þessum markaðstorgs viðauka samkvæmt 15. kafla Almennu Þjónustuskilmálanna.