Markaðsherferðir 101: Hvernig á að nota auglýsingar og kynningar
Lærðu hvernig á að efla fyrirtækið þitt og laða að nýja viðskiptavini með markaðsherferðum Wolt.
Yfirlit
- Auktu tekjur með Wolt markaðsmöguleikum
- Hvað eru Ads og hvers vegna nota þær
- Hvað eru Promos og hvers vegna nota þær
- Hvernig á að setja upp markaðsherferð
- Hvernig á að setja upp kynningu
Í þessari grein munum við leiða þig í gegnum grundvallaratriði Wolt markaðsmöguleika fyrir kaupmenn, hvernig á að setja upp Wolt Ads og Promos, hvernig þær lausnir geta hjálpað þér að laða að nýja viðskiptavini og auka tekjurnar þínar. Skoðum það!
Auktu tekjur með Wolt markaðsmöguleikum
Wolt býður upp á tvær leiðir fyrir þig til að auka sölu þína og sýnileika á forritinu: Ads og Promos.
Ads (einnig þekktar sem keyptar auglýsingar): Á Wolt kaupa 70% viðskiptavina frá topp 10 sölustöðunum. Wolt Ads hjálpa þér að komast þangað og ná til tugþúsunda viðskiptavina sem vilja versla við þig. Þú borgar aðeins fyrir auglýsingar sem knýja fram sölur.
Promos: Að meðaltali eyða viðskiptavinir 41% meira þegar þeir eru hvattir áfram af kynningum. Auktu pantanir með því að fá nýja og gamla viðskiptavini með spennandi tilboðum, ókeypis hlutum og afslætti. Auktu viðskiptin og hvettu til meiri eyðslu á hverja pöntun.
Hvað eru Ads og hvers vegna nota þær
Wolt Ads er auglýsinga lausn til að bæta sýnileika á þínum stað í Wolt appinu. Fáðu athygli frá fleiri viðskiptavinunum og auktu söluna þína. Með Wolt Ads getur þú:
Sparað tíma og með einföldum hætti sett upp eigin markaðsherferðir með sjálfsafgreiðslu tækinu okkar.
Aukið sýnileika þinn og selt meira. Verið uppgötvuð með því að vera sett á toppinn og efstu sætin í eftirfarandi stöðum í appinu: veitingahúsa flipi, búða flipi, flokka flipi, leit og uppgötvun.
Þú borgar aðeins fyrir auglýsingar sem leiða til sölu. Við rukkum ekki fyrir birtingar eða smelli — þannig að ef viðskiptavinir skoða markaðsherferðina þína en leggja ekki inn pöntun þá er það ókeypis.
Fáðu aðgang að árangri Ads herferðarinnar og innsýn í viðskiptavini hvenær sem er, það hjálpar þér að taka upplýstar viðskiptaákvarðanir.
💡 Ábending: Vissir þú að 70% viðskiptavina kaupa frá topp 10 sölustöðunum? Wolt Ads geta hjálpað þér að komast þangað, með meðalávöxtun á 6 krónur fyrir hverja 1 krónu sem eytt er.
Hvað eru Promos og hvers vegna nota þær
Promos er frábær leið til að laða að nýja viðskiptavini og verðlauna dygga viðskiptavini með því að bjóða þeim einstakan afslátt. Það eru þrír flokkar undir Promos sem hægt er að nota og sameina í mismunandi tilgangi, allt eftir þörfum þínum:
Ókeypis afhending: Fáðu meiri umferð á þinn stað og auktu pantanir þínar með því að standa straum af afhendingargjaldi viðskiptavinar þíns. Þetta er einnig hægt að nota til að halda viðskiptavinum sem hafa áður keypt, eða til að laða að nýja viðskiptavini sem leið til að hvetja þá til að prófa fyrirtæki þitt.
Körfuafsláttur: Auktu söluna á þínum stað með því að bjóða viðskiptavinum afslátt þegar pöntun þeirra nær ákveðinni lágmarkspöntun. Það er einföld og áhrifarík leið til að hvetja þá til að eyða meira í hvert skipti.
Keyptu meira, sparaðu meira: Settu upp afslætti eins og „kaupa eitt, fá eitt ókeypis” eða „kaupa tvo, fá 10% afslátt af völdum hlutum” til að hvetja viðskiptavini til að kaupa ákveðnar vörur. Þetta er líka frábær leið til að kynna nýja hluti á matseðlinum þínum.
💡 Ábending: Vissir þú að að meðaltali eyða viðskiptavinir 41% meira þegar þeir eru áhugasamir um kynningar og þú getur aukið tekjur þínar um 28% þegar þú notar Wolt Promos?
Hvernig á að setja upp markaðsherferð
Farðu í þitt Merchant Portal og smelltu á “Campaigns” á vinstri bannernum
Smelltu á “New campaign” hægra megin til að opna valskjáinn
Veldu „Ads” og smelltu á „Get started”
Veldu og stilltu áætlun markaðs herferðarinnar
Lestu og samþykktu skilmálana og veldu síðan „Búa til markaðsherferð”
Hvernig á að setja upp kynningu
Farðu í þitt Merchant Portal og smelltu á „Markaðsherferðir” í vinstri flakkarflipanum
Smelltu á „Ný markaðsherferð” hægra megin til að opna valskjáinn
Veldu tegund kynningar byggða á þínum markmiðum („Ekkert afhendingargjald”, „Pöntunarvirðisafsláttur” eða hlutakynningar”), smelltu síðan á „Byrja”
Settu upp markaðsherferða reglurnar þínar*
Lestu og samþykktu skilmála og skilyrði
Ýttu á „Búa til markaðsherferð”
* Fer eftir tegund kynningar
Viltu læra um niðurstöður þinna markaðsherferða?
Farðu yfir á „Hvernig á að túlka niðurstöður markaðsherferða“.
Hvað er Merchant Portal?
Wolt Merchant Portal er alhliða vettvangur. Nokkrar lykilaðgerðir sem þú getur gert í Merchant Portal eru:
Greina sölugögn
Uppfæra afgreiðslutímann þinn
Breyta matseðlinum þínum
Búðu til markaðsherferðir
Sæktu alla reikninga þína
💡 Ábending: Bókamerktu Merchant Portal til að auðvelda aðgang!