Hvernig á að túlka niðurstöður markaðsherferðar
Skildu niðurstöður markaðsherferðarinnar þinnar og bættu áætlanir þínar fyrir framtíðarherferðir.
Yfirlit
- Hvers vegna skýrslugerð markaðsherferða skiptir máli
- Hvar finnur þú skýrslu markaðsherferðar
- Helstu mælikvarðar markaðsherferðar til að fylgjast með
- Af hverju að nota Wolt Ads
Í þessum leiðbeiningum munum við leiða þig í gegnum skýrsluna um markaðsherferðina og brjóta niður tölurnar til að sjá hvað virkaði og hvað ekki. Skoðum það!
Hvers vegna skýrslugerð markaðsherferða skiptir máli
Notkun markaðsherferða er öflug leið til að ná til nýrra viðskiptavina og auka sölu. Með því að skilja niðurstöður markaðsherferðarinnar þinnar muntu geta fínstillt stefnuna þína og notað kostnaðaráætlunina þína sem best. Með greiningarmælaborði Wolt í Merchant App hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með frammistöðu markaðsherferðarinnar þinnar. Við skulum kafa í helstu mælikvarðana til að hjálpa þér að sjá hvað virkar og hvar þú færð mestu verðmætin.
Hvar finnur þú skýrslu markaðsherferðar
Í þínu Merchant Portal skaltu smella á „Herferðir” á vinstri hliðarstikunni.
Afköst herferðiar: Sjá samantekt á öllum þínum markaðsherferðum (Ads og Promos) fyrir tímabilið sem þú velur.
Allar herferðir: Finndu einstakar samantektir um hverja markaðsherferð hér. Smelltu á hverja og eina til að athuga árangur þeirra í smáatriðum.
Tímabil: Veldu það tímabilið sem þú vilt skoða — allt að 6 mánuði í senn.
Helstu mælikvarðar markaðsherferðar til að fylgjast með
Tekjur á hverja krónu sem eytt er Þessi mælikvarði sýnir hversu mikið þú hefur þénað fyrir hverja krónu sem fjárfest er í Wolt Ads. Þetta er arðsemi þín á auglýsingaeyðslu (ROAS) - það gefur þér skýra mynd af frammistöðu auglýsingarinnar þinnar. Því hærri sem þessi tala er, því skilvirkari eru auglýsingarnar þínar að breytast í sölu..
Fjárhagslegur gróði á móti Peningaeyðslu Notaðu þennan samanburð til að sjá hvort niðurstöður markaðs herferðarinnar séu að fara fram úr fjárhagsáætlun auglýsingarinnar þinnar. Með því að fylgjast með heildarsölu og heildarútgjöldum hlið við hlið þá getur þú fljótt metið heildararðsemi markaðsherferðarinnar þinnar. Ef þú ert að sjá hærri fjárhagslegan gróða en eyðslu þá eru auglýsingarnar þínar að bera árangur
Heildarsala: Tekjur sem sköpuðust markaðsherferðinni
Heildareyðsla: Upphæð fjárfest var í markaðsherferðinni
Samtals pantanir: Sérhver pöntun sem var pöntuð í gegnum auglýsinganar þínar. Að fylgjast með þessum tölum gerir þér kleift að vita hvort auglýsingarnar þínar laða að sér rétta tegund umferðar til að knýja fram þýðingarmikla sölu.
Meðalpöntunarkostnaður og tekjur Hér sérðu meðalverðmæti sem hver pöntun bætir við fyrirtækið þitt. Þessi samanburður sýnir raunveruleg áhrif markaðsherferðanna þinna með því að bera saman hvað hver pöntun kostar við hvað hún þénar. Niðurstaðan? Þú færð skýra sýn á hvort að þín auglýsingaútgjöld skili viðskiptavinum sem eru mikils virði.
Meðal Kostnaður á pöntun: Áætlar hversu mikið hver pöntun kostaði þig
Meðal Pöntunargildi: Meðalgildi körfu (ABV) er hversu miklu hver viðskiptavinur hefur eytt að meðtaltali þegar hann pantar frá fyrirtækinu þínu.
Af hverju að nota Wolt Ads
Með Wolt Ads þá greiðir þú aðeins þegar auglýsingarnar þínar leiða til raunverulegrar sölu. Þetta þýðir að hver króna sem er fjárfest fer til raunverulegs, mælanlegs árangurs - hjálpar þér að taka öruggar, gagnadrifnar ákvarðanir um auglýsingar þínar.
Tilbúinn til að skoða það nánar? Farðu yfir á Merchant Portal og sjáðu hvernig markaðsherferðirnar þínar eru að standa sig.
Hvað er Merchant Portal?
Wolt Merchant Portal er alhliða vettvangur. Nokkrar lykilaðgerðir sem þú getur gert á Merchant Portal eru:
Greina sölugögn
Uppfæra opnunartímann þinn
Breyta matseðlinum þínum
Búa til markaðsherferðir
Sæktu alla reikninga þína
💡 Ábending: Bókamerktu Merchant Portal til að auðvelda aðgang!